Erlent

Drög að stjórnarskrá lögð fram

Drög að stjórnarskrá voru loksins lögð fram í Írak í dag, eftir endurteknar frestanir og langvarandi deilur. Forseti landsins bað almenning um að styðja stjórnarskrána sem öflugir hópast berjast þó gegn. Írakska þingið var kallað saman síðdegis til að fjalla um stjórnarskrárdrögin sem sjítar og Kúrdar hafa náð samstöðu um. Þeir segjast raunar hafa komið til móts við athugasemdir súnníta, sem eru eftir sem áður með öllu mótfallnir stjórnarskránni. Abdul-Nasser al-Janabi, samningamður súnníta ákallar arabískar þjóðir, sameinuðu þjóðirnar að hlutast til um og koma í veg fyrir að stjórnarskráin verði samþykkt þar sem hún er augljóslega óréttmæt. Annar samningamður súnníta Saleh al-Mutlaq, Sunni negotiator sagði einnig að ef stjórnarskráin verður samþykkt muni ástandið versna ílandinu og ofbeldi aukast til muna. En á sama tíma biður hann alla Íraka, verði stjórnarskráin samþykkt, um að tjá skoðanir sínar á friðsamlegan hátt og halda sig frá ofbeldisaðgerðum. Súnnítarnir eru sannfærðir um að stjórnarskráin verði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í október, ekki síst þar sem Bandaríkjamenn hefði í raun þvingað þessa stjórnarskrá fram með hótunum í andstöðu við marga hópa innan samfélagsins. Það er visst áfall fyrir Bandaríkjamenn sem voru sannfærðir um að stjórnarskrá sem allir væri ánægðir með myndi slá á uppreisnina í landinu. Þingið greiddi hins vegar ekki atkvæði um stjórnarskránna í dag og því er óvíst hvenær hún verður samþykkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×