Erlent Varnargarðar brustu í New Orleans Minnst 65 létust þegar fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Flestir þeirra sem staðfest er að hafi farist voru búsettir í einni og sömu strandsýslunni í Missisippi. Óttast er að tala látinna muni hækka þegar björgunarsveitarmenn hafa komist á öll svæðin sem urðu fyrir Katrínu. Í morgun brast flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain við New Orleans í skefjum. Við það jukust flóðin í borginni enn frekar. Erlent 30.8.2005 00:01 Hátt í hundrað látnir í hamförum Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. Erlent 30.8.2005 00:01 Lofthjúpur um Enceladus Geimvísindamenn segja uppgötvanir sínar um Enceladus, eitt tungla Satúrnusar, hreint út sagt ótrúlegar. Með því að nota hið geysitæknilega geimfar Cassini-Huygens hefur þeim tekist að fá staðfest að umhverfis tunglið, sem er rétt um 500 kílómetrar í þvermál, er allþykkur lofthjúpur. Erlent 30.8.2005 00:01 Netanyahu hjólar í Sharon Benjamín Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið sig fram gegn Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra, í formannskosningum í Likud-bandalaginu. Erlent 30.8.2005 00:01 Allt að hundrað taldir af Óttast er að allt að hundrað manns hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin í fyrradag. Margir mánuðir geta verið þangað til fólk fær að snúa aftur til heimila sinna. Erlent 30.8.2005 00:01 Sjö Afríkumenn létust í bruna Sex létust og fjórtán slösuðust í nótt þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands. Flestir íbúar hússins voru afrískir innflytjendur, eins og í íbúðarblokkinni sem kviknaði í á föstudaginn þar sem sautján manns létust. Eitt barn lést í nótt eftir að hafa hent sér út um glugga og í morgun fundust svo lík fimm manna í rústum íbúðarinnar. Erlent 30.8.2005 00:01 Óvenjulegt innbrot í Þýskalandi Lögregla í Itzstedt í Þýskalandi glímdi á dögunum við heldur óvenjulegan og kræfan innbrotsþjóf í bænum. Tillkynning barst lögreglunni um að brotist hefði verið inn í íbúð í bænum þar sem myrkvunarhleri hafði verið skemmdur, gardínur rifnar niður og húsgögn skemmd. Við nánari eftirgrennslan fannst svo brotið fiskabúr á gólfi íbúðarinnar og fisktætlur á víð og dreif. Erlent 30.8.2005 00:01 Lokað vegna sprengjuótta Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað um tveggja tíma skeið í gær vegna sprengjuótta. Erlent 30.8.2005 00:01 Aldrei kynnst neinu þessu líku Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi. Erlent 30.8.2005 00:01 Dýrasti fellibylur sögunnar Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð. Erlent 30.8.2005 00:01 Óþreyjan vex Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær. Erlent 30.8.2005 00:01 Prinsessan verður flengd Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf. Erlent 30.8.2005 00:01 Tugir látnir og gríðarlegt eignatjón af völdum fellibylsins Meira en fimmtíu manns létust þegar fellybylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og fjárhagslegt tjón vegna fellybylsins er talið nema vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 30.8.2005 00:01 Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins <em>Forbes</em>. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu. Erlent 30.8.2005 00:01 Óttast að missa húsið sitt Linda Garðarsdóttir, sem búið hefur í New Orleans í 12 ár, óttast að hún hafi þegar misst heimili sitt vegna fellibylsins Katrínar. Hún segir veðurhaminn svo mikinn að ekki sé hægt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Erlent 29.8.2005 00:01 Chavez vill framsal Hugo Chavez, forseti Venesúela, útilokar ekki að farið verði fram á framsal sjónvarpspredikarans Pat Robertson eftir að hann lýsti þeirri skoðun sinni að bandarísk stjórnvöld ættu að láta ráða Chavez af dögum. Erlent 29.8.2005 00:01 Geislavirk efni á glámbekk Ástralskir vísindamenn hafa fundið talsvert magn geislavirkra efna í tveimur Asíulöndum sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. Erlent 29.8.2005 00:01 Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01 Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. Erlent 29.8.2005 00:01 Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Erlent 29.8.2005 00:01 Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. Erlent 29.8.2005 00:01 Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. Erlent 29.8.2005 00:01 Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. Erlent 29.8.2005 00:01 Fordæmalaust eignatjón Tjónið af völdum fellibylsins Katrínar sem gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna í gær er talið geta numið allt að 1.600 milljörðum króna. Manntjón vegna óveðursins virðist hins vegar óverulegt. Erlent 29.8.2005 00:01 Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. Erlent 29.8.2005 00:01 Rændu peningabíl í Stokkhólmi Fjórir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu peningaflutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Stokkhólms um hádegisbilið í dag. Ekki er ljóst hvort og þá hversu mikið þeir höfðu á brott með sér. Erlent 29.8.2005 00:01 Dregur úr krafti Katrínar Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Erlent 29.8.2005 00:01 Katrín að skella á New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú við það að skella á New Orleans af fullum krafti. Óttast er að meirihluti borgarinnar geti farið á kaf í vatni og milljón borgarbúa hið minnsta hafa flúið heimili sín. Erlent 29.8.2005 00:01 Í mál vegna illrar meðferðar Tíu ára gamall íranskur drengur hefur höfðað mál á hendur áströlskum stjórnvöldum fyrir að skaða geðheilsu hans með því að láta hann dúsa í flóttamannabúðum við illan kost í fimm ár. Shayan Badraie var í fjölmennum hópi íranskra flóttamanna sem náðu ströndum Ástralíu árið 2000 en hann hefur síðan verið í afgirtum flóttamannabúðum fjarri mannabyggðum. Erlent 29.8.2005 00:01 Varaði við árásum í Indónesíu Forseti Indónesíu varaði landa sína í dag við hugsanlegum hryðjverkaárasum í landinu á næstu tveimur mánuðum þar sem hryðjuverkahópar á vegum al-Qaida væru enn virkir í landinu. Susilo Bambang Yudhoyono forseti sagði september og október þá mánuði sem hryðjuverkamenn létu helst til skarar skríða en síðustu ár hafa stórar árásir verið gerðar á þessu tímabili í Indónesíu. Erlent 29.8.2005 00:01 « ‹ ›
Varnargarðar brustu í New Orleans Minnst 65 létust þegar fellibylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Flestir þeirra sem staðfest er að hafi farist voru búsettir í einni og sömu strandsýslunni í Missisippi. Óttast er að tala látinna muni hækka þegar björgunarsveitarmenn hafa komist á öll svæðin sem urðu fyrir Katrínu. Í morgun brast flóðvarnargarður sem hélt stöðuvatninu Lake Pontchartrain við New Orleans í skefjum. Við það jukust flóðin í borginni enn frekar. Erlent 30.8.2005 00:01
Hátt í hundrað látnir í hamförum Hátt í hundrað manns hafa farist af völdum fellibylsins Katrínar, sem skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og vatn þekur um 80 prósent borgarinnar. Erlent 30.8.2005 00:01
Lofthjúpur um Enceladus Geimvísindamenn segja uppgötvanir sínar um Enceladus, eitt tungla Satúrnusar, hreint út sagt ótrúlegar. Með því að nota hið geysitæknilega geimfar Cassini-Huygens hefur þeim tekist að fá staðfest að umhverfis tunglið, sem er rétt um 500 kílómetrar í þvermál, er allþykkur lofthjúpur. Erlent 30.8.2005 00:01
Netanyahu hjólar í Sharon Benjamín Netanyahu, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið sig fram gegn Ariel Sharon, núverandi forsætisráðherra, í formannskosningum í Likud-bandalaginu. Erlent 30.8.2005 00:01
Allt að hundrað taldir af Óttast er að allt að hundrað manns hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir sunnanverð Bandaríkin í fyrradag. Margir mánuðir geta verið þangað til fólk fær að snúa aftur til heimila sinna. Erlent 30.8.2005 00:01
Sjö Afríkumenn létust í bruna Sex létust og fjórtán slösuðust í nótt þegar mikill eldur kviknaði í íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands. Flestir íbúar hússins voru afrískir innflytjendur, eins og í íbúðarblokkinni sem kviknaði í á föstudaginn þar sem sautján manns létust. Eitt barn lést í nótt eftir að hafa hent sér út um glugga og í morgun fundust svo lík fimm manna í rústum íbúðarinnar. Erlent 30.8.2005 00:01
Óvenjulegt innbrot í Þýskalandi Lögregla í Itzstedt í Þýskalandi glímdi á dögunum við heldur óvenjulegan og kræfan innbrotsþjóf í bænum. Tillkynning barst lögreglunni um að brotist hefði verið inn í íbúð í bænum þar sem myrkvunarhleri hafði verið skemmdur, gardínur rifnar niður og húsgögn skemmd. Við nánari eftirgrennslan fannst svo brotið fiskabúr á gólfi íbúðarinnar og fisktætlur á víð og dreif. Erlent 30.8.2005 00:01
Lokað vegna sprengjuótta Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað um tveggja tíma skeið í gær vegna sprengjuótta. Erlent 30.8.2005 00:01
Aldrei kynnst neinu þessu líku Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi. Erlent 30.8.2005 00:01
Dýrasti fellibylur sögunnar Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð. Erlent 30.8.2005 00:01
Óþreyjan vex Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær. Erlent 30.8.2005 00:01
Prinsessan verður flengd Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf. Erlent 30.8.2005 00:01
Tugir látnir og gríðarlegt eignatjón af völdum fellibylsins Meira en fimmtíu manns létust þegar fellybylurinn Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Eyðileggingin er gríðarleg og fjárhagslegt tjón vegna fellybylsins er talið nema vel á annað þúsund milljarða íslenskra króna. Erlent 30.8.2005 00:01
Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins <em>Forbes</em>. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu. Erlent 30.8.2005 00:01
Óttast að missa húsið sitt Linda Garðarsdóttir, sem búið hefur í New Orleans í 12 ár, óttast að hún hafi þegar misst heimili sitt vegna fellibylsins Katrínar. Hún segir veðurhaminn svo mikinn að ekki sé hægt að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Erlent 29.8.2005 00:01
Chavez vill framsal Hugo Chavez, forseti Venesúela, útilokar ekki að farið verði fram á framsal sjónvarpspredikarans Pat Robertson eftir að hann lýsti þeirri skoðun sinni að bandarísk stjórnvöld ættu að láta ráða Chavez af dögum. Erlent 29.8.2005 00:01
Geislavirk efni á glámbekk Ástralskir vísindamenn hafa fundið talsvert magn geislavirkra efna í tveimur Asíulöndum sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. Erlent 29.8.2005 00:01
Katrín þriðja stigs fellibylur Miðja fellibylsins Katrínar er nú aðeins um þrjátíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 200 kílómetrar á klukkustund. Erlent 29.8.2005 00:01
Þrjátíu slösuðust í sprengingu Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. Erlent 29.8.2005 00:01
Hækkar yfirborð sjávar "Það sem gerir þennan fellibyl svo frábrugðinn öðrum er kannski fyrst og fremst staðurinn þar sem hann ber að," segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Erlent 29.8.2005 00:01
Fundu lík af 13 mönnum í Írak Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu. Erlent 29.8.2005 00:01
Frakkar birta svartan lista Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. Erlent 29.8.2005 00:01
Katrín skammt frá New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun. Erlent 29.8.2005 00:01
Fordæmalaust eignatjón Tjónið af völdum fellibylsins Katrínar sem gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna í gær er talið geta numið allt að 1.600 milljörðum króna. Manntjón vegna óveðursins virðist hins vegar óverulegt. Erlent 29.8.2005 00:01
Styðja hugsanlega stjórnarskrá Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu. Erlent 29.8.2005 00:01
Rændu peningabíl í Stokkhólmi Fjórir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu peningaflutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Stokkhólms um hádegisbilið í dag. Ekki er ljóst hvort og þá hversu mikið þeir höfðu á brott með sér. Erlent 29.8.2005 00:01
Dregur úr krafti Katrínar Hlutar New Orleans eru á kafi í vatni eftir að fellibylurinn Katrín gekk þar yfir í dag. Hún brunar nú sem leið liggur í átt að Austurströndinni og er orðin fellibylur af stærðargráðu tvö. Erlent 29.8.2005 00:01
Katrín að skella á New Orleans Fellibylurinn Katrín er nú við það að skella á New Orleans af fullum krafti. Óttast er að meirihluti borgarinnar geti farið á kaf í vatni og milljón borgarbúa hið minnsta hafa flúið heimili sín. Erlent 29.8.2005 00:01
Í mál vegna illrar meðferðar Tíu ára gamall íranskur drengur hefur höfðað mál á hendur áströlskum stjórnvöldum fyrir að skaða geðheilsu hans með því að láta hann dúsa í flóttamannabúðum við illan kost í fimm ár. Shayan Badraie var í fjölmennum hópi íranskra flóttamanna sem náðu ströndum Ástralíu árið 2000 en hann hefur síðan verið í afgirtum flóttamannabúðum fjarri mannabyggðum. Erlent 29.8.2005 00:01
Varaði við árásum í Indónesíu Forseti Indónesíu varaði landa sína í dag við hugsanlegum hryðjverkaárasum í landinu á næstu tveimur mánuðum þar sem hryðjuverkahópar á vegum al-Qaida væru enn virkir í landinu. Susilo Bambang Yudhoyono forseti sagði september og október þá mánuði sem hryðjuverkamenn létu helst til skarar skríða en síðustu ár hafa stórar árásir verið gerðar á þessu tímabili í Indónesíu. Erlent 29.8.2005 00:01