Erlent

Mestu óeirðir í nær áratug

Eldarnir í Belfast loguðu fram eftir degi í kjölfar mestu óeirða síðari ára sem brutust út í Belfast í fyrrinótt. Þúsundir baráttumanna úr röðum mótmælenda gengu berserksgang eftir að yfirvöld bönnuðu þeim að ganga um hverfi kaþólikka til að minnast sigra mótmælenda á kaþólikkum fyrr á öldum.

Erlent

Ætlar ekki að beita valdi

Russel L. Honore hershöfðingi sem stjórnar aðgerðum Bandaríkjahers við rýmingu New Orleans segir að hermenn hans muni ekki beita valdi til að fá íbúa borgarinnar í burtu.

Erlent

Rafmagnað andrúmsloft á kjördag

Nokkur atkvæði geta ráðið úrslitum um það hvort mynduð verður hægri- eða vinstristjórn að loknum kosningum til norska Stórþingsins sem fram fara í dag.

Erlent

Hengdur í klefa sínum

Einn alræmdasti fíkniefnasali Brasilíu fannst látinn í fangaklefa sínum í fangelsi í Rio de Janeiro. Marquinhos Niteroi hafði verið barinn illilega og síðan hengdur. Ljóst þótti að ekki væri um sjálfsmorð að ræða en ekki var vitað í fyrstu hver myrti hann. Niteroi deildi klefa með sjö öðrum föngum sem tilheyrðu sama fíkniefnagengi og hann.

Erlent

Grannt fylgst með næsta fellibyl

Íbúar Bandaríkjanna fylgjast nú grannt með næsta fellibyl sem líklegur er til að ganga þar á land en sá hefur fengið nafnið Ófelía. Í nótt var hann um 200 mílur frá landi og að sögn sérfræðinga eru Norður- og Suður-Karólína í mestri hættu.

Erlent

Leyfir ekki sharíalög

Ontarioríki í Kanada verður ekki fyrsta stjórnsýslustigið á Vesturlöndum til að heimila að sharíalög sem byggja á Íslam verði notuð til að skera úr um fjölskyldumál.

Erlent

Allt herliðið dregið frá Gaza

Ríkisstjórn Ísraels ákvað einróma á fundi sínum í morgun að draga allt herlið sitt frá Gaza-ströndinni og binda þar með endi á hernámið þar sem staðið hefur í þrjátíu og átta ár. Búið er að rýma allar byggðir gyðinga á Gaza og á nú aðeins eftir að flytja síðustu hersveitirnar á brott áður en Palestínumönnum verður afhent landið með viðhöfn á morgun.

Erlent

Líklega stórsigur Koizumis

Útgönguspár benda til þess að flokkur Koizumis, forsætisráðherra Japans, hafi unnið stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru í dag. Endanleg úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en á morgun en spár sýna að LPD, flokkur Koizumis, hafi unnið á bilinu 285-325 þingsæti af 480.

Erlent

Danadrottning tekur Grikki í sátt

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að þiggja boð um að fara í opinbera heimsókn til Grikklands. Það þykja stórtíðindi því hún hefur ekki viljað stíga þar fæti í tæp fjörutíu ár.

Erlent

Ísraelar farnir af Gaza svæðinu

Hernámi Gaza-svæðisins, sem staðið hefur í 38 ár, er nú lokið að sögn Ísraela sem lokuðu herstöðvum sínum í gær og fluttu síðustu hermennina burt nú í morgun. Atkvæðagreiðsla fór fram í ríkisstjórn Ísraels í gærmorgun þar sem samþykkt var að ljúka hernáminu, en hún var þó fyrst og fremst táknræn þar sem landnemarnir 8.500 voru þegar farnir.

Erlent

Mubarak hlaut 88,6% atkvæða

Hosni Mubarak sigraði með yfirburðum í fyrstu lýðræðislegu forsetakosningunum í Egyptalandi. Mubarak hlaut 88,6% atkvæða og hefur því brátt sitt fimmta kjörtímabil sem forseti.

Erlent

Landamærunum að Sýrlandi lokað

Nú undir kvöld sagði innanríkisráðherra Íraks að ákveðið hefði verið að loka landamærunum að Sýrlandi, við borgina Mósúl, frá og með morgundeginum. Meira en 140 uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak undanfarið en hún er sögð hafa verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafi smyglað sér yfir landamærin.

Erlent

3 ferðamenn létust í Ástralíu

Að minnsta kosti þrír eru látnir og sjö alvarlega slasaðir eftir árekstur smárútu og fólksbíls í Ástralíu í dag. Ekki hefur fengist staðfest þjóðerni fólksins en samkvæmt ástralskri sjónvarpsstöð voru ferðamenn frá Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Kóreu á meðal rútufarþega.

Erlent

Pappírsbeinagrindur vekja furðu

Pappírsbeinagrindur sem blöstu við íbúum Caracas, höfuðborgar Venesúela, þegar þeir vöknuðu fyrr í vikunni valda borgarbúum furðu. Landsmenn hafa búið við blóðug mótmæli og ásakanir um samsæri gegn stjórnvöldum en beinagrindurnar, með árituð slagorð gegn stjórnvöldum, eru ólíkar öllu því sem landsmenn hafa áður kynnst.

Erlent

Tala látinna líklega ofmetin

Færri kunna að hafa látist af völdum fellibylsins Katrínar en fyrst var óttast. Starf björgunarsveitarmanna beinist nú fyrst og fremst að því að hafa uppi á líkum í New Orleans.

Erlent

Ráðherra sýnt morðtilræði

Varnarmálaráðherra Afganistans slapp naumlega undan morðtilræði snemma í morgun. Ráðherrann var nýstiginn út úr bifreið sinni og kominn upp í þyrlu á flugvelli í höfuðborginni, Kabúl, þegar nokkrir byssumenn hófu skothríð á bifreiðina. Enginn særðist í árásinni og búið er að handtaka árásarmennina.

Erlent

Fer fram gegn Júsjenkó

Júlía Timosjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, ætlar að stofna nýja stjórnmálahreyfingu og bjóða sig fram gegn Viktor Júsjenkó forseta í næstu forsetakosningum. Júsjenkó vék henni úr embætti forsætisráðherra á fimmtudag.

Erlent

Bush aldrei óvinsælli

Einungis 39 prósent Bandaríkjamanna eru sátt við frammistöðu George W. Bush sem forseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna. Er þetta í fyrsta skipti sem innan við fjörutíu prósent landsmanna eru sátt við frammistöðu hans í könnunum fyrirtækisins.

Erlent

Svartur blettur á ferli Powells

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist líða hryllilega yfir því að hafa fært fölsk rök fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Þetta kom fram í viðtali við hann hjá Barböru Walters á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi.

Erlent

Áhlaup á vígi uppreisnarmanna

Írakskar og bandarískar hersveitir hófu í gærkvöldi skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Hermenn gengu í nótt hús úr húsi og byssugelt heyrðist víða um borgina. Borgin hefur verið gróðrastía sýrlenskra uppreisnarmanna sem hafa smyglað sér yfir landamærin til Íraks.

Erlent

140 uppreisnarmenn fallnir

Meira en hundrað og fjörutíu uppreisnarmenn hafa fallið í árásum írakskra og bandarískra hersveita á borgina Tal Anfar í Írak. Hersveitirnar ætla á næstunni að gera skipulagt áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjórum borgum í viðbót. Aðgerðirnar eru einhverjar þær víðtækustu síðan ráðist var inn í Írak árið 2003.

Erlent

Tymosjenkó fer gegn Júsjenkó

Júlía Tymosjenkó, sem rekin var úr stóli forsætisráðherra Úkraínu í fyrradag, segist ætla að bjóða sig fram ásamt hópi annarra frambjóðenda í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, og freista þess að steypa Viktori Júsjenkó af forsetastóli.

Erlent

Enn óljóst um skaða

Enn er óljóst um skaðann sem jarðskjálftinn, sem skók Papúa Nýju-Gíneu í gær, olli. Ekki er búist við hann sé ýkja mikill en erfitt hefur reynst að fá upplýsingar vegna skorts á símum í þorpum landsins. Skjálftinn mældist 7,3 á Richter.

Erlent

Byssumaður á kosningasamkomu

Þýska lögreglan handtók mann sem skaut að minnsta kosti tíu skotum úr loftriffli á kosningasamkomu kristilegra demókrata í bænum Sinsheim í dag. Einn samkomugesta fékk skot í höndina og var fluttur á sjúkrahús.

Erlent

Danskir piltar sækja í húsverk

Fjöldi pilta sem hóf nám við húsmæðra- og handverksskóla í Danmörku nú í haust hefur aldrei verið meiri. Samkvæmt <em>Politiken</em> í dag er þriðji hver nemandi karlkyns en var aðeins fimmtungur nemendafjöldans á síðasta ári.

Erlent

Mikilvægt skref fyrir lýðræðið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sigraði með yfirburðum í fyrstu forsetakosningum landsins þar sem kjósendur máttu velja á milli tveggja eða fleiri frambjóðenda. Mubarak fékk 88,6 prósent atkvæða en næstflest atkvæði fékk Ayman Nour, 7,3 prósent.

Erlent

Flutt á brott með valdi

Brottflutningur fólks með valdi hefst í New Orleans í dag. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að mestu búnir að kemba borgina í leit sinni að fólki sem vildi komast burt. Þegar því lýkur munu lögreglu- og hermenn ganga hús úr húsi og flytja þá sem enn eru eftir burt, með góðu eða illu.

Erlent

300 lík fundin á hamfarasvæðunum

Þrjú hundruð lík hafa nú fundist á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þangað hafa verið sendir tuttugu og fimm þúsund líkpokar. Þeir sem enn halda til í New Orleans eru nú þvingaðir á brott.

Erlent

Töluverð spenna í Úkraínu

Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi

Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi.

Erlent