Erlent

Pappírsbeinagrindur vekja furðu

Pappírsbeinagrindur sem blöstu við íbúum Caracas, höfuðborgar Venesúela, þegar þeir vöknuðu fyrr í vikunni valda borgarbúum furðu. Landsmenn hafa búið við blóðug mótmæli og ásakanir um samsæri gegn stjórnvöldum en beinagrindurnar, með árituð slagorð gegn stjórnvöldum, eru ólíkar öllu því sem landsmenn hafa áður kynnst. Borgarstarfsmenn fjarlægðu beinagrindurnar í vikunni, klæddir eiturefnabúningum, þar sem grunur lék á að þær væru eitraðar. Tveir lögreglumenn veiktust eftir að hafa snert umslag sem fannst á einni beinagrindinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×