Erlent

Fer fram gegn Júsjenkó

Júlía Timosjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, ætlar að stofna nýja stjórnmálahreyfingu og bjóða sig fram gegn Viktor Júsjenkó forseta í næstu forsetakosningum. Júsjenkó vék henni úr embætti forsætisráðherra á fimmtudag. "Í dag erum við í tveimur ólíkum liðum. Ég held að liðin fari hvort sína leið," sagði Timosjenkó í viðtali. Hún sagði þó að þetta þyrfti ekki að þýða að til harðra átaka þyrfti að koma milli hreyfingar hennar og forsetans. Þingkosningar fara fram í Úkraínu í mars á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×