Erlent

Byssumaður á kosningasamkomu

Þýska lögreglan handtók mann sem skaut að minnsta kosti tíu skotum úr loftriffli á kosningasamkomu kristilegra demókrata í bænum Sinsheim í dag. Einn samkomugesta fékk skot í höndina og var fluttur á sjúkrahús. Aðra sakaði ekki. Byssumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hafði komið sér fyrir við glugga í húsi í grennd við kosningasamkomuna. Að sögn lögreglu var hann mjög drukkinn. Kosningarnar í Þýskalandi munu fara fram um næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×