Erlent

Ráðherra sýnt morðtilræði

Varnarmálaráðherra Afganistans slapp naumlega undan morðtilræði snemma í morgun. Ráðherrann var nýstiginn út úr bifreið sinni og kominn upp í þyrlu á flugvelli í höfuðborginni, Kabúl, þegar nokkrir byssumenn hófu skothríð á bifreiðina. Enginn særðist í árásinni og búið er að handtaka árásarmennina. Skömmu síðar hrapaði svo herþyrla rétt norður af Kabúl en hún var einmitt á leiðinni á minningarathöfn þar sem varnarmálaráðherrann átti að vera viðstaddur. Enginn slasaðist alvarlega í þyrluslysinu en ekki liggur enn fyrir af hverju hún hrapaði, né hvort atburðirnir tveir við Kabúl í morgun tengist. Aðeins vika er þangað til þingkosningar verða haldnar í Afganistan og ekki er ólíklegt að árásinni í morgun sé ætlað að trufla aðdraganda þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×