Erlent

3 ferðamenn létust í Ástralíu

Að minnsta kosti þrír eru látnir og sjö alvarlega slasaðir eftir árekstur smárútu og fólksbíls í Ástralíu í dag. Slysið átti sér stað á gatnamótum á þjóðvegi í Queensland-héraði. Hinir látnu voru allir um borð í rútunni. Ekki hefur fengist staðfest þjóðerni fólksins en samkvæmt ástralskri sjónvarpsstöð voru ferðamenn frá Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Kóreu á meðal rútufarþega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×