Erlent

Bush aldrei óvinsælli

Einungis 39 prósent Bandaríkjamanna eru sátt við frammistöðu George W. Bush sem forseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna. Er þetta í fyrsta skipti sem innan við fjörutíu prósent landsmanna eru sátt við frammistöðu hans í könnunum fyrirtækisins. 52 prósent segjast nú óánægð með frammistöðu forsetans. Nær tveir af hverjum þremur landsmönnum segja landið á rangri leið og hefur þeim fjölgað talsvert milli mánaða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×