Erlent

Leyfir ekki sharíalög

Ontarioríki í Kanada verður ekki fyrsta stjórnsýslustigið á Vesturlöndum til að heimila að sharíalög sem byggja á Íslam verði notuð til að skera úr um fjölskyldumál. Dalton McGuinty ríkisstjóri sagði í gær að hann myndi ekki leyfa sharíalög og beita sér fyrir banni gegn öllum trúarlegum reglugerðum. "Það verða engin sharíalög í Ontario. Það verða engir trúarbragðadómstólar. Það verða aðeins ein lög og þau gilda fyrir alla íbúa Ontario. Stjórnvöld í Ontario höfðu áður leyft dómstólum kaþólikka og gyðinga að dæma í fjölskyldumálum. Það vakti litla athygli fyrr en múslimar fóru fram á sama rétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×