Erlent Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. Erlent 5.8.2011 11:55 Tvö prósent halda að Pippa sé klámstjarna Litla systir Katrínar Middleton, Pippa Middleton, hefur fengið mikla athygli eftir að stóra systir gifti sig í apríl síðastliðnum. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og höfðu sumir á orði að hún hefði stolið senunni í konunglega brúðkaupinu þar sem hún þykir vera einstaklega glæsileg stúlka. Erlent 5.8.2011 11:52 Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey. Erlent 5.8.2011 11:37 Hvítabjörn drap einn og særði fjóra Einn maður lét lífið og fjórir særðust alvarlega í árás ísbjarnar á Svalbarða í dag. Mennirnir voru Bretar en ekki er vitað hvað þeir voru að gera á þessum slóðum. Einum úr hópnum tókst að skjóta dýrið til bana. Erlent 5.8.2011 11:17 Rómverskur guð birtist fyrir tilviljun Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta birst okkur á einn eða annan hátt. Myndband af andliti sem sést mótast í skýjum í Kanada gengur eins og eldur um sinu á veraldarvefnum þessa daganna. Erlent 5.8.2011 09:39 29 þúsund börn látin í Sómalíu Meira en 29 þúsund börn undir fimm ára aldri eru látin eftir þurrka og hungursneyð í Sómalíu síðustu þrjá mánuði. Erlent 5.8.2011 08:45 Paul McCartney telur sig fórnarlamb hlerana Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney telur að hann sé eitt af fórnarlömbum hlerana í Bretlandi. Erlent 5.8.2011 08:11 Rowan Atkinsson á sjúkrahús eftir bílslys Breski leikarinn Rowan Atkinsson, best þekktur sem mr. Bean, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann ók McLaren F1 ofurbíl sínum fyrst á tré og síðan á ljósastaur í Cambridgeskíri. Erlent 5.8.2011 08:00 Fundu hugsanlega FFH á botni Eystrasalts Hópur Svía sem stundar fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hefur fundið risavaxinn dularfullan hlut á hafsbotninum milli Svíþjóðar og Finnlands. Margir telja að þarna gæti fljúgandi furðuhlutur (FFH) verið á ferð. Erlent 5.8.2011 07:45 Annar maður verið yfirheyrður Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo. Erlent 5.8.2011 07:45 Gífurleg óánægja með störf þingmanna í Bandaríkjunum Almenningur í Bandaríkjunum hefur ekki verið jafn óánægður með þingmenn sína síðan að mælingar á slíku hófust fyrir 34 árum. Erlent 5.8.2011 07:25 NASA finnur merki um fljótandi vatn á Mars Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja að þeir hafi fundið merki um fljótandi vatn á Mars. Erlent 5.8.2011 07:23 Brutust inn í tölvur 72 stofnana Tölvuöryggisfyrirtækið McAfee fullyrðir að það hafi komist á snoðir um umfangsmestu tölvuárás sögunnar. Árásin hafi staðið yfir í fimm ár og beinst að 72 stofnunum og fyrirtækjum, meðal annars Alþjóðaólympíunefndinni, indverska ríkinu, Sameinuðu þjóðunum og öryggisfyrirtækjum. Erlent 5.8.2011 06:45 Flugfreyjunum haldið fjarri Franska blaðið Le Parisien kveðst hafa undir höndum nafnlaust bréf þar sem segir að flugfélagið Air France hafi fyrirskipað að aðeins flugþjónar en ekki flugfreyjur mættu vinna á fyrsta farrými þegar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri um borð. Air France vísar þessu á bug. Erlent 5.8.2011 05:45 Varar við útbreiðslu kreppu Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur varað við því að skuldavandi sé að breiðast út fyrir evrusvæðið. Forsetinn sendi ríkisstjórnum Evrópusambandsríkjanna bréf í gær þar sem hann kallaði eftir fullum stuðningi þeirra við evrusvæðið. Erlent 5.8.2011 04:45 Tilnefningu forsetans hafnað Öldungadeild þingsins á Haítí hafnaði nýverið ráðningu Bernards Gousse í embætti forsætisráðherra landsins. Gousse var hafnað vegna þátttöku hans í ofsóknum á hendur stuðningsmönnum Jean Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta. Erlent 5.8.2011 04:30 Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi. Erlent 4.8.2011 23:45 Var fullur þegar hann skrifaði undir samningana Martin Resendiz, bæjarstjóri Sunland Park í Nýju Mexíkó hefur viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir níu samninga við kalifornískt fyrirtæki, Synthesis. Nú hefur Synthesis lögsótt bæinn og krefur hann um eina milljón bandarískra dollara, eða um 116 milljónir íslenskra króna. Erlent 4.8.2011 23:15 Hundruðum flóttamanna bjargað í Miðjarðarhafi - óttast um líf margra Talsmaður ítölsku landhelgisgæslunnar segir að hundruðum flóttamanna hafi verið bjargað í dag, en þeir voru um borð í bát sem lenti í vandræðum á leið sinni til Ítalíu frá Líbíu. Óastaðfestar sagnir herma að töluverður fjöldi flóttamanna hafi látist um borð. Erlent 4.8.2011 22:45 Mikil spenna við tökur á Tveir og hálfur maður Mikil spenna ríkti á tökustað á mánudag þegar tekinn var upp fyrsti þátturinn af Tveir og hálfur maður, þar sem Asthton Kutcher kom í staðinn fyrir Charlie Sheen. Dagskrárstjóri CBS sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hefði mátt heyra saumnál detta. Erlent 4.8.2011 15:06 Obama er fimmtugur í dag Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er fimmtugur í dag. Obama hefur átt viðburðarríkan stjórnmálaferil undanfarin ár. Hann var kjörinn forseti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Áður en hann tók við því embætti var hann öldungadeildarþingmaður. Erlent 4.8.2011 14:11 Síðasti hommi Hitlers látinn Síðasti eftirlifandi homminn sem nazistar sendu í útrýmingarbúðir er látinn í Þýskalandi. Rudolf Brazda var 98 ára. Hann var sendur í Buchenwald fangabúðirnar í ágúst árið 1942 og var þar í haldi allt til þess að bandarískir hermenn frelsuðu fangana árið 1945. Samtök samkynhneigðra í Þýskalandi tilkynntu um lát Brazdas. Erlent 4.8.2011 13:16 Leikari úr Lögregluskólanum látinn Bubba Smith, fyrrverandi stjarna úr ameríska fótboltanum og leikari er látinn. Bubba var án efa frægastur fyrir að leika lögreglumanninn Moses Hightower í Police Academy myndunum. Eftir því sem fram kemur í Los Angeles Times lést Bubba Smith á heimili sínu, en dánarorsök er ókunn. Hann var 66 ára gamall. Bubba Smith lék í sex Police Academy myndum af sjö. Erlent 4.8.2011 13:13 Farah Fawcett í líki Barbídúkku Barbídúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawcett eru komnar á markað erlendis. Dúkkurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á krabbameinni en Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. Farah Fawcett var farsæl leikkona sem sló í gegn árið 1976 þegar hún lék í þáttunum Charlie´s Angels. Fawcett var greind með krabbamein árið 2006 og stofnaði nokkru síðar minningarsjóð sem ætlað var að fjármagna krabbameinsrannsóknir, en samkvæmt Fox news rennur söluágóði af dúkkunum í þann sjóð. Þegar Barbídúkkurnar voru hannaðar var höfð til hliðsjónar ein þekktasta ljósmyndin af Fawcettt þar sem hún er íklædd rauðum sundbol. Erlent 4.8.2011 13:06 Jörðin hafði tvö fylgitungl Tveir vísindamenn við háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu halda því fram að fyrir milljörðum ára hafi jörðin haft tvö tungl, eitt stórt og eitt lítið. Grein um þetta eftir þá Martin Jutzi og Erik Asphaug er birt í hinu virta vísindariti Nature. Erlent 4.8.2011 10:04 Haraldur blátönn ýkti hlut sinn í sögu Danmerkur Eftir því sem fornleifauppgreftrinum í Jelling í Damörku miðar áfram verður æ ósennilegra að Haraldur blátönn hafi verið sá konungur sem kristnaði Dani. Erlent 4.8.2011 08:11 Fjórða bók Stig Larsson er ekki til Eva Gabrielsson, fyrrum sambýliskona rithöfundarins Stig Larsson, segir það fjarri raunveruleikanum að Larsson hafi náð að skrifa fjórðu bók sína áður en hann lést. Erlent 4.8.2011 07:57 Öryggisráðið fordæmdi loksins sýrlensk stjórnvöld Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna náði loks samstöðu í gærkvöldi um yfirlýsingu þar sem sýrlensk stjórnvöld eru fordæmd fyrir þá hörku sem þau hafa beitt gegn mótmælendum í landinu. Erlent 4.8.2011 07:55 Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Erlent 4.8.2011 07:45 Tölvuárásir mesta ógnin á eftir kjarnorkuvopnum Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú að næst á eftir kjarnorkuvopnum séu tölvuárásir mesta ógnin gegn öryggi Bandaríkjanna. Áður hafði eiturefnahernaður og sprengjuárásir skipað þann sess. Erlent 4.8.2011 07:41 « ‹ ›
Ísbjörn reif átján ára pilt á hol Ísbjörn á Svalbarða reif í sig átján ára breskan pilt sem þar var á ferðalagi. Fjórir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir árás bjarnarins, að því er fréttastofa Sky greinir frá. Hópurinn var í skólaferðalagi á Svalbarða og eru hin slösuðu öll talin vera í kring um átján ára aldurinn. Alls var um 90 manna hópur á vegum skólans á Svalbarða. Breska sendiráðið í Noregi er með málið til skoðunar. Norsk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að björninn hafi verið drepinn. Hinir slösuðu hafa verið fluttir á sjúkrahús í Tromso en árásin átti sér stað nálægt jöklinum Von Post. Erlent 5.8.2011 11:55
Tvö prósent halda að Pippa sé klámstjarna Litla systir Katrínar Middleton, Pippa Middleton, hefur fengið mikla athygli eftir að stóra systir gifti sig í apríl síðastliðnum. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og höfðu sumir á orði að hún hefði stolið senunni í konunglega brúðkaupinu þar sem hún þykir vera einstaklega glæsileg stúlka. Erlent 5.8.2011 11:52
Grunar að Breivik eigi vitorðsmenn Vitni segjast hafa séð Anders Breivik í matvöruverslun í miðbæ í smábæjarins Krakö utan við Osló nokkrum dögum fyrir árásina. Hann hafi verið þar ásamt tveim mönnum Breivik hafi verið íklæddur hermannapeysu með lögreglumerkjum á. Breivik var einmitt dulbúinn sem lögregluþjónn þegar hann lét til skarar skríða í Útey. Erlent 5.8.2011 11:37
Hvítabjörn drap einn og særði fjóra Einn maður lét lífið og fjórir særðust alvarlega í árás ísbjarnar á Svalbarða í dag. Mennirnir voru Bretar en ekki er vitað hvað þeir voru að gera á þessum slóðum. Einum úr hópnum tókst að skjóta dýrið til bana. Erlent 5.8.2011 11:17
Rómverskur guð birtist fyrir tilviljun Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta birst okkur á einn eða annan hátt. Myndband af andliti sem sést mótast í skýjum í Kanada gengur eins og eldur um sinu á veraldarvefnum þessa daganna. Erlent 5.8.2011 09:39
29 þúsund börn látin í Sómalíu Meira en 29 þúsund börn undir fimm ára aldri eru látin eftir þurrka og hungursneyð í Sómalíu síðustu þrjá mánuði. Erlent 5.8.2011 08:45
Paul McCartney telur sig fórnarlamb hlerana Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney telur að hann sé eitt af fórnarlömbum hlerana í Bretlandi. Erlent 5.8.2011 08:11
Rowan Atkinsson á sjúkrahús eftir bílslys Breski leikarinn Rowan Atkinsson, best þekktur sem mr. Bean, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann ók McLaren F1 ofurbíl sínum fyrst á tré og síðan á ljósastaur í Cambridgeskíri. Erlent 5.8.2011 08:00
Fundu hugsanlega FFH á botni Eystrasalts Hópur Svía sem stundar fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hefur fundið risavaxinn dularfullan hlut á hafsbotninum milli Svíþjóðar og Finnlands. Margir telja að þarna gæti fljúgandi furðuhlutur (FFH) verið á ferð. Erlent 5.8.2011 07:45
Annar maður verið yfirheyrður Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo. Erlent 5.8.2011 07:45
Gífurleg óánægja með störf þingmanna í Bandaríkjunum Almenningur í Bandaríkjunum hefur ekki verið jafn óánægður með þingmenn sína síðan að mælingar á slíku hófust fyrir 34 árum. Erlent 5.8.2011 07:25
NASA finnur merki um fljótandi vatn á Mars Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja að þeir hafi fundið merki um fljótandi vatn á Mars. Erlent 5.8.2011 07:23
Brutust inn í tölvur 72 stofnana Tölvuöryggisfyrirtækið McAfee fullyrðir að það hafi komist á snoðir um umfangsmestu tölvuárás sögunnar. Árásin hafi staðið yfir í fimm ár og beinst að 72 stofnunum og fyrirtækjum, meðal annars Alþjóðaólympíunefndinni, indverska ríkinu, Sameinuðu þjóðunum og öryggisfyrirtækjum. Erlent 5.8.2011 06:45
Flugfreyjunum haldið fjarri Franska blaðið Le Parisien kveðst hafa undir höndum nafnlaust bréf þar sem segir að flugfélagið Air France hafi fyrirskipað að aðeins flugþjónar en ekki flugfreyjur mættu vinna á fyrsta farrými þegar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri um borð. Air France vísar þessu á bug. Erlent 5.8.2011 05:45
Varar við útbreiðslu kreppu Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur varað við því að skuldavandi sé að breiðast út fyrir evrusvæðið. Forsetinn sendi ríkisstjórnum Evrópusambandsríkjanna bréf í gær þar sem hann kallaði eftir fullum stuðningi þeirra við evrusvæðið. Erlent 5.8.2011 04:45
Tilnefningu forsetans hafnað Öldungadeild þingsins á Haítí hafnaði nýverið ráðningu Bernards Gousse í embætti forsætisráðherra landsins. Gousse var hafnað vegna þátttöku hans í ofsóknum á hendur stuðningsmönnum Jean Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta. Erlent 5.8.2011 04:30
Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi. Erlent 4.8.2011 23:45
Var fullur þegar hann skrifaði undir samningana Martin Resendiz, bæjarstjóri Sunland Park í Nýju Mexíkó hefur viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir níu samninga við kalifornískt fyrirtæki, Synthesis. Nú hefur Synthesis lögsótt bæinn og krefur hann um eina milljón bandarískra dollara, eða um 116 milljónir íslenskra króna. Erlent 4.8.2011 23:15
Hundruðum flóttamanna bjargað í Miðjarðarhafi - óttast um líf margra Talsmaður ítölsku landhelgisgæslunnar segir að hundruðum flóttamanna hafi verið bjargað í dag, en þeir voru um borð í bát sem lenti í vandræðum á leið sinni til Ítalíu frá Líbíu. Óastaðfestar sagnir herma að töluverður fjöldi flóttamanna hafi látist um borð. Erlent 4.8.2011 22:45
Mikil spenna við tökur á Tveir og hálfur maður Mikil spenna ríkti á tökustað á mánudag þegar tekinn var upp fyrsti þátturinn af Tveir og hálfur maður, þar sem Asthton Kutcher kom í staðinn fyrir Charlie Sheen. Dagskrárstjóri CBS sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hefði mátt heyra saumnál detta. Erlent 4.8.2011 15:06
Obama er fimmtugur í dag Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er fimmtugur í dag. Obama hefur átt viðburðarríkan stjórnmálaferil undanfarin ár. Hann var kjörinn forseti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Áður en hann tók við því embætti var hann öldungadeildarþingmaður. Erlent 4.8.2011 14:11
Síðasti hommi Hitlers látinn Síðasti eftirlifandi homminn sem nazistar sendu í útrýmingarbúðir er látinn í Þýskalandi. Rudolf Brazda var 98 ára. Hann var sendur í Buchenwald fangabúðirnar í ágúst árið 1942 og var þar í haldi allt til þess að bandarískir hermenn frelsuðu fangana árið 1945. Samtök samkynhneigðra í Þýskalandi tilkynntu um lát Brazdas. Erlent 4.8.2011 13:16
Leikari úr Lögregluskólanum látinn Bubba Smith, fyrrverandi stjarna úr ameríska fótboltanum og leikari er látinn. Bubba var án efa frægastur fyrir að leika lögreglumanninn Moses Hightower í Police Academy myndunum. Eftir því sem fram kemur í Los Angeles Times lést Bubba Smith á heimili sínu, en dánarorsök er ókunn. Hann var 66 ára gamall. Bubba Smith lék í sex Police Academy myndum af sjö. Erlent 4.8.2011 13:13
Farah Fawcett í líki Barbídúkku Barbídúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawcett eru komnar á markað erlendis. Dúkkurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á krabbameinni en Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. Farah Fawcett var farsæl leikkona sem sló í gegn árið 1976 þegar hún lék í þáttunum Charlie´s Angels. Fawcett var greind með krabbamein árið 2006 og stofnaði nokkru síðar minningarsjóð sem ætlað var að fjármagna krabbameinsrannsóknir, en samkvæmt Fox news rennur söluágóði af dúkkunum í þann sjóð. Þegar Barbídúkkurnar voru hannaðar var höfð til hliðsjónar ein þekktasta ljósmyndin af Fawcettt þar sem hún er íklædd rauðum sundbol. Erlent 4.8.2011 13:06
Jörðin hafði tvö fylgitungl Tveir vísindamenn við háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu halda því fram að fyrir milljörðum ára hafi jörðin haft tvö tungl, eitt stórt og eitt lítið. Grein um þetta eftir þá Martin Jutzi og Erik Asphaug er birt í hinu virta vísindariti Nature. Erlent 4.8.2011 10:04
Haraldur blátönn ýkti hlut sinn í sögu Danmerkur Eftir því sem fornleifauppgreftrinum í Jelling í Damörku miðar áfram verður æ ósennilegra að Haraldur blátönn hafi verið sá konungur sem kristnaði Dani. Erlent 4.8.2011 08:11
Fjórða bók Stig Larsson er ekki til Eva Gabrielsson, fyrrum sambýliskona rithöfundarins Stig Larsson, segir það fjarri raunveruleikanum að Larsson hafi náð að skrifa fjórðu bók sína áður en hann lést. Erlent 4.8.2011 07:57
Öryggisráðið fordæmdi loksins sýrlensk stjórnvöld Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna náði loks samstöðu í gærkvöldi um yfirlýsingu þar sem sýrlensk stjórnvöld eru fordæmd fyrir þá hörku sem þau hafa beitt gegn mótmælendum í landinu. Erlent 4.8.2011 07:55
Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Erlent 4.8.2011 07:45
Tölvuárásir mesta ógnin á eftir kjarnorkuvopnum Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú að næst á eftir kjarnorkuvopnum séu tölvuárásir mesta ógnin gegn öryggi Bandaríkjanna. Áður hafði eiturefnahernaður og sprengjuárásir skipað þann sess. Erlent 4.8.2011 07:41