Erlent

Magnaðar myndir úr alþjóðlegu geimstöðinni

Arnór Bogason skrifar
Þjóðverjinn Michael König vann þetta myndband úr hráefni frá NASA sem geimfarar í alþjóðlegu geimstöðinni tóku á tímabilinu ágúst til september 2011. Það er ekki sýnt í rauntíma heldur er það samsett úr miklum fjölda ljósmynda sem geimfararnir tóku.

Meðal þess sem má sjá eru mikilfengleg norðurljós, borgarljós, eldingar og margt fleira. Sjón er sögu ríkari!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×