Erlent

Jórdaníukonungur vill að Assad segi af sér

Abdúllah konungur Jórdaníu segir að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti ætti að segja af sér. Konungurinn lét þessi orð falla í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Abdúllah segir að væri hann í skóm Assads myndi hann segja af sér og sjá til þess að eftirmaður hans gæti breytt því ófremdarástandi sem nú ríki í landinu.

Áköf mótmæli hafa verið síðustu mánuði gegn stjórnvöldum í Sýrlandi og aðallega gegn forsetanum sjálfum. Stjórnvöld hafa brugðist sérstaklega hart við og telja Sameinuðu þjóðirnar að 3500 manns hafi fallið í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×