Erlent

Monti fékk umboð til að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu

Mario Monti fyrrum rektor Bocconi háskólans og fyrrum fulltrúi í framkvæmdastjórn Evríopusambandsins fékk umboð frá forseta Ítalíu til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu í gærkvöldi.

Reiknað er með að Monti muni eingöngu skipa embættismenn og sérfræðinga í stjórn sína sem ætlar er að sitja fram að kosningum í landinu í febrúar á næsta ári. Eftir að hann fékk umboðið sagði Monti að hann myndi taka við þessu nýja verkefni sinni af mikilli ábyrgð og festu.

Á sama tíma sendi Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu frá sér yfirlýsingu þar sem segir að hann muni styðja Monti. Hinsvegar sé hann ekki hættur í pólitík og muni halda þar áfram þar til tekist hefur að nútímavæða Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×