Erlent

Danska lögreglan nær í austurevrópska þjófa

Ný rannsóknardeild hjá dönsku lögreglunni sér til þess að þjófar frá austur Evrópu sem stolið hafa úr dönskum verslunum og fyrirtækjum eru sóttir til saka í Danmörku.

Þessir þjófar hafa verið stöðvaðir í Póllandi, Þýskalandi eða öðrum löndum með fullt af dönsku þýfi í fórum sínum. Hin nýja rannsóknardeild hefur fengið 45 þeirra framselda til Danmerkur frá því að deildin var stofnuð í febrúar síðastliðnum.

Að mestu er um Pólverja og Litháa að ræða og hafa þeir allir verið dæmdir til fangelsisvistar í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×