Erlent

Vill varúðarmerkingar á ljósmyndum af fyrirsætum

Audun Lysbakken, jafnréttisráðherra Noregs.
Audun Lysbakken, jafnréttisráðherra Noregs. mynd/AFP
Jafnréttisráðherra Noregs, Audun Lysbakken, vill að fegraðar ljósmyndir af fyrirsætum verði ávallt birtar með varnaðarorðum líkt og tíðkast á tóbaksumbúðum. Hann telur að tölvubreyttar myndir af konum ýti undir neikvæða sjálfsmynd stúlkna. Með þessu vill Lysbakken berjast gegn átröskun ungs fólks.

Lysbakken sagði að ungar stúlkur svelti sig í þeirri von um að öðlast ómögulega fullkomna líkama. Hann segir það vera nauðsynlegt að draga úr þeim þrýstingi sem stúlkur verði fyrir þegar útlitsfar módela sé upphafið líkt og gengur og gerist í tískuheiminum.

Lysbakken lýsir hugmyndum sínum í kjölfarið á nýjum reglum á tískusýningum á Spáni, Ítalíu og Brasilíu. Yfirvöld á Spáni munu hafa þyngdarstuðul fyrirsæta á Tískusýningunni í Madrid til hliðsjónar og verður þeim módelum sem hafa of lágan stuðul einfaldlega bannað að koma fram. Að sama skapi munu yfirvöld á Ítalíu krefja fyrirsætur um læknisvottorð héðan í frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×