Erlent

Telja getnaðarvarnarpilluna orsaka krabbamein í blöðruhálsi

Lengi hefur verið vitað um tengsl estrógens við krabbamein.
Lengi hefur verið vitað um tengsl estrógens við krabbamein. mynd/AFP
Vísindamenn telja að tengsl séu á milli getnaðarvarnarpillunnar og krabbameins í blöðruhálskirtli. Talið er að viss efni í pillunni orsaki krabbameinið. Efnin sem um ræðir eru þó að finna víðar en í getnarvarnarpillum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í British Medical Journal. Í þeim kemur fram að vinsældir getnaðarvarnarpillunnar hafi farið stigvaxandi á síðustu 40 árum og að tilfellum krabbameins í blöðruhálsi hafi fjölgað samhliða þeim.

Vísindamennirnir segja tölfræðileg tengsl vera milli pillunnar og krabbameinsins og að orsökin liggi í auknum váhrifum sem karlmenn verða fyrir.

Dr. Kate Holmes hjá Blöðruhálskrabbameins samtökunum í Bretlandi segir að lengi hafi verið vitað um krabbameinsvaldandi eiginleika estrógens. Hún segir að markmið rannsóknarinnar hafi ekki verið að undirstrika bein tengsl getnaðarvarnarpillunnar og krabbameins - mun frekar hafi markmiðið verið að skýra tengslin milli estrógens og krabbameins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×