Erlent

Karlmönnum fjölgar aftur í kennarastöðum í Danmörku

Karlmönnum fer nú aftur fjölgandi í kennarastöðum í Danmörku en hlutfall þeirra hafði hríðfallið undanfarna áratugi eins og víðast hvar á Norðurlöndunum.

Mikill meirihluti kennara í Danmörku eru konur og það hefur þótt ein af ástæðum þess hve drengjum þar í landi gengur ill í námi miðað við stúlkurnar. Þá er meðal annars átt við að drengina skortir fyrirmyndir. Því eru menntamálayfirvöld í landinu mjög ánægð með þá þróun sem er að verða í sjálfu kennaranáminu en æ fleiri karlmenn stunda slíkt nám.

Í frétt um málið í Jyllandsposten segir að sem stendur séu aðeins um þriðjungur kennara landsins karlmenn. Hinsvegar sé hlutfall karlmanna sem hófu kennaranám í haust við helstu skóla landsins víða komið upp í 45%.

Anders Bondo Christensen formaður danska kennarasambandsins segir að á grunni þessarar þróunar sé orðinn raunhæfur möguleiki á því að kynjahlutfallið meðal kennara verði orðið jafnt í náinni framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×