Erlent

Braust inn og skreytti fyrir jólin

Trent var í jólastuði. Lögreglan í Ohio telur að hann hafi verið undir áhrifum eiturlyfja.
Trent var í jólastuði. Lögreglan í Ohio telur að hann hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. mynd/AFP
Jólabarnið Terry Trent var handtekinn af lögreglunni í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Terry, sem er 44 ára gamall, er grunaður um að hafa brotist inn á heimili fjölskyldu og skreytt fyrir jólin.

Eftir að Trent hafði skreytt húsið kveikti hann á kertum og sast fyrir framan sjónvarpið. Það var síðan 11 ára gamall sonur heimilisfólksins sem kom að Trent.

Samkvæmt lögreglunni í Ohio var pilturinn heldur skelkaður eftir að hafa fundið Trent í húsinu. Trent bað piltinn afsökunnar og ætlaði að yfirgefa húsið.

Pilturinn náði að hringja á lögregluna sem handtók Trent á staðnum.

Trent verður að öllum líkindum kærður fyrir innbrot og þarf því væntanlega að halda gleðileg jól bak við lás og slá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×