Erlent

Níu látnir eftir öfluga sprengingu í Kína

Yfirvöld í Xi'an búast við fleiri sprengingum í kjölfarið á þeirri sem átti sér stað í dag.
Yfirvöld í Xi'an búast við fleiri sprengingum í kjölfarið á þeirri sem átti sér stað í dag. mynd/xasourcing.gov.cn
Níu létust og rúmlega 30 særðust eftir að sprenging átti sér stað á veitingastað í Kína í dag. Sprengingin var gríðarlega öflug og splundruðust rúður í allt að þriggja kílómetra fjarlægð.

Atvikið átti sé stað í borginni Xi'an en hún er höfuðstaður Shaanxi-héraðs. Talsmaður slökkviliðsins í borginni greindi frá því að orsök sprengingarinnar hefði líklega verið gasleki á veitingastaðnum.

Þeir sem létust voru aðallega vegfarendur fyrir utan veitingastaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×