Erlent

Meirihluti Dana hafnar evrunni

Ný skoðanakönnun Jyllandsposten í Danmörku sýnir að rúmlega 63% Dana vilja ekki skipta á krónunni fyrir evru.

Fyrri skoðanakannanir blaðsins hafa hingað til sýnt jafnræði meðal þeirra sem vilja taka upp evruna og þeirra sem hafna henni.

Í frétt blaðsins um könnunina er haft eftir Nicolai Wammen Evrópumálaráðherra Dana að þessi andstaða sé skiljanleg í ljósi skuldakreppunnar sem nú hrjáir evrusvæðið.  Þar að auki sé á hreinu að upptaka evru er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×