Erlent

Ungur frumkvöðull sviptir sig lífi

Ilya Zhitomirskiy, einn af stofnendum samskiptasíðunnar Diaspora*
Ilya Zhitomirskiy, einn af stofnendum samskiptasíðunnar Diaspora*
Einn af stofnendum samskiptasíðunnar Diaspora* fannst látinn á heimili sínu í San Francisco í dag. Ilya Zhitomirskiy var 22 ára og stofnaði samskiptasíðuna ásamt þremur félögum sínum.

Talið er að Zhitomirskiy hafi svipt sig lífi.

Zhitomirskiy var mikill hugsjónamaður og taldi persónuleynd vera nauðsynlegan eiginleika internetsins. Þannig var samskiptasíðan Diaspora* hönnuð til að berjast gegn internetrisunum Google og Facebook en fyrirtækin tvö hafa sætt gagnrýni fyrir að fara frjálslega með persónuupplýsingar fólks.

Síðan hefur vakið mikla athygli og sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og stjórnarformaður Facebook, að Diaspora* væri frábær tilraun. Hann gekk svo langt að styrkja verkefnið með fjárframlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×