Erlent

Keith segir að Jagger sé díva

Jagger er díva segir félagi hans.
Jagger er díva segir félagi hans.
Keith Richards gítarleikarinn þrautsegi í Rolling Stones segir að félagi sinn í bandinu, Mick Jagger, sé díva. Hann segir að þeir félagar séu eins og bræður sem geti rifist eins og hundur og köttur en alltaf elskað hvorn annan. Þetta kemur fram í viðtali við Guardian.

Síðar í viðtalinu hættir hann þó við bræðra-samlíkinguna þegar hann er spurður hvernig sé að vinna með Jagger. „Það er eins og að vinna með Mariu Callas. Dívan hefur alltaf rétt fyrir sér og við hinir verðum bara að reyna að raða tónlistinni saman án þess að pirra dívuna. Og ef dívan verður of pirruð, þá verð ég brjálaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×