Erlent

Þrír geimfarar og reiður fugl á leið til ISS

Frá skotpallinum Baikonur Cosmodrome í Kasakstan.
Frá skotpallinum Baikonur Cosmodrome í Kasakstan. mynd/AFP
Rússnesku eldflauginni Soyuz var skotið á loft frá Kasakstan í gær. Þrír geimfarar munu ferðast með flauginni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS. Mikill snjóstormur gekk yfir Kasakstan þegar skotið var áætlað en Rússarnir létu það lítið á sig fá.

Talsverð eftirvænting var fyrir geimskotinu en í ágúst hrapaði birgðaskipið Progress eftir að bilun kom upp. Progress átti að flytja birgðir til ISS. Soyuz geimflaugin mun því flytja vistirnar til geimstöðvarinnar.

Það voru þó ekki einungis mennskir geimfarar um borð í Soyuz. Á Twitter-síðu tölvuleikjarins Angry Birds var tilkynnt að Red Bird hefði fengið far með flauginni.

Hægt er að sjá geimfarana ásamt Red Bird hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×