Erlent

Stálu sverði af minnismerki um Abraham Lincoln

Bíræfnir þjófar hafa stolið meters löngu sverði úr kopar af minnismerki sem staðsett er ofan á grafhýsi Abrahams Lincoln í borginni Springfield í Illinois ríki.

Sverðið var skorið af hendi styttu af hermanni úr borgarastríðinu í Bandaríkjunum. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þessi þjófnaður átti sér stað en talið að það hafi verið á tímabilinu frá september og fram að síðustu helgi.

Þetta er í annað sinn sem sverðinu er stolið en síðast gerðist það fyrir eitt hundrað árum. Þá var sverðið úr bronsi og sá þjófnaður upplýstist aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×