Erlent

Mario Monti á fullu við stjórnarmyndun

Mario Monti heldur fyrstu formlegu fundi sína um nýja ríkisstjórn í dag og hittir þá meðal annarra leiðtoga tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins.

Í frétt um málið á BBC er haft eftir Monti að hafa verði hraðar hendur við myndun stjórnarinnar. Hinsvegar taki ætíð einhvern tíma að finna bestu mennina til að gegn ráðherraembættunum og því verði umheimurinn að sýna því verki örlitla þolinmæði. Reiknað er með að Monti muni eingöngu velja ópólitíska sérfræðinga með sér í stjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×