Erlent

Einhleypar konur hamingjusamari en einhleypir karlar

Ný dönsk könnun sýnir að einhleypar danskar konur eru mun hamingjusamari en karlarnir með þennan lífsstíl sinn.

Könnun þessi var unnin af stefnumótasíðunni zoosk og náði til yfir 1.200 manns.  Þar kemur fram að 43% karlmanna segjast vera hamingjusamari þegar kærasta er til staðar. Hinsvegar telja aðeins tæp 27% kvennanna að þær séu hamingjusamari þegar kærasti er til staðar. Þessar niðurstöður eru í andstöðu við þá ímynd að karlar vilji veiða en konur byggja hreiður.

Fram kemur að yfir helmingur kvennanna eru ánægðar að geta gert það sem þær vilja án þess að þurfa að bera slíkt undir kærasta sinn en þetta á við um 43% karlanna. Á móti kemur að 65% karlanna segjast afkasta meiru í starfi sínu þegar þeir eiga kærustu. Þetta hlutfall er hinsvegar 46% hjá konunum.

Það vekur athygli í könnuninni að aðeins 17% karlanna og 13% kvennanna telja að frelsið til að fara á stefnumót sé heillandi þáttur í því að vera einhleypur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×