Erlent

Krafa um að húskötturinn í Downing stræti 10 víki úr starfi

Obama Bandaríkjaforseti heilsar upp á köttinn Larry í Downing stræti 10.
Obama Bandaríkjaforseti heilsar upp á köttinn Larry í Downing stræti 10.
Mús sem birtist óvænt í miðju kvöldverðarboði David Cameron forsætisráðherra Breta með samráðherrum sínum í Downing stræti 10 hefur valdið því að krafa er komin um að húskötturinn Larry verði rekinn úr starfi.

Larry var fenginn til Downing strætis 10 frá heimili fyrir útigangsketti fyrir fjórum árum eftir að rotta sást spígspora fyrir framan útidyrnar þar í beinni útsendingu. Hann þótt sérlega duglegur við að eyða nagdýravandamálinu sem upp var komið í húsinu.

Talsmaður Cameron segir að ekki komi til greina að reka Larry úr starfinu enda sé hann elskaður af öllum sem starfa í Downing stræti 10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×