Erlent

Ekki nota túrbaninn strákar

Hamid Karzai forseti Afganistans hefur átt fund með klerkaráði landsins og beðið það um að hvetja sjálfsmorðskandídata Talibana til þess að fela ekki sprengjur í túrbönum sínum eða öðrum trúarlegum táknum.

Erlent

Nú er fótboltabullunum nóg boðið

Er búið að leysa óeirðavandann í Bretlandi? Vegna óeirðanna hefur þurft að fresta nokkrum fótboltaleikjum. Það þykir breskum fótboltabullum einum of langt gengið.

Erlent

Með kústana á lofti í Lundúnum

Svo virðist sem almenningur í Bretlandi hafi tekið afstöðu með yfirvöldum og lögreglunni vegna óeirðanna sem skekið hafa borgir landsins undanfarna daga.

Erlent

Nokkuð vissir um að Breivik hafi ekki átt vitorðsmenn

Með hverjum deginum sem líður verður norska lögreglan æ vissari um að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið einn að verki þegar hann lét til skarar skríða með skotárás í Utöya og sprengitilræði í miðborg Oslóar í síðasta mánuði. Þetta sagði lögmaður norsku lögreglunnar, Christian Hatlo, á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru engir aðrir grunaðir um að hafa verið í vitorði með Breivik.

Erlent

54 látnir eftir sjóslys í Indlandshafi

Að minnsta kosti 54 eru nú látnir eftir að bát hvolfdi nálægt Comoros eyjum í Indlandshafi í gærmorgun. Forseti eyjanna hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins.

Erlent

Tíu mínútur til Kaupmannahafnar

Bandaríkjaher fer í dag í annað reynsluflug á nýrri flugvél sem getur flogið á tuttuguföldum hljóðhraða. Það er mjög lauslega um 20 þúsund kílómetrar á klukkustund. Flug frá Reykjavík til Kaupmannahafnar á slíkri vél tæki um 10 mínútur.

Erlent

Skotið við landamæri Norður- og Suður Kóreu

Suður kóreski herinn skaut í dag viðvörunarskotum eftir að fallbyssuskot frá Norður Kóreumönnum hafnaði skammt frá landamærunum, en hermenn sunnan við landamærin segjast hafa heyrt í þremur fallbyssuskotum og séð eitt þeirra falla nálægt landamæralínunni.

Erlent

Kínverjar sjósetja flugmóðurskip

Kínverjar hafa sjósett flugmóðurskip, hið fyrsta í sögu landsins. Um er að ræða gamalt Sovéskt skip sem þeir keyptu árið 1998 og hafa verið að endurbyggja. Talið er nær öruggt að þeir ætli sér að koma upp flota svipaðra skipa og styrkja þar með stöðu sína á heimshöfunum.

Erlent

Stóraukin sala á kylfum á breska Amazon

Sala á lögreglukylfum hefur aukist um tæp 20 þúsund prósent á breska söluvefnum Amazon.co.uk., karatekylfur hafa rokið upp um 11 þúsund prósent, og sala á hafnaboltakylfum úr áli hefur aukist um rúm átta þúsund prósent.

Erlent

Drottning Kyrrahafsins verður ekki framseld

Dómstóll í Mexíkó hefur hafnað beiðni frá Bandaríkjunum þess efnis að kona, sem grunuð er um gríðarlegt eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna frá Mexíkó verði framseld. Konan var ennfremur sýknuð af ákærum um eiturlyfjasmygl og skipulagða glæpastarfssemi, en situr þó enn í fangelsi grunuð um peningaþvætti.

Erlent

Myrti börnin sín til að hefna sín á barnsföður

Bresk kona var í gær dæmd í að minnsta kosti 32 ára fangelsi fyrir að myrða tvö ung börn sín fyrr á árinu. Eiginmaður konunnar, Fionu Donnison hafði skilið við hana nokkru áður og við réttarhöldin gaf hún þá ástæðu fyrir morðunum að hún hafi viljað refsa manninum með því að myrða börnin hans. Verjendur hennar báru við geðveiki en dómarar féllust ekki á það og dæmdu hana í fangelsi.

Erlent

Ómönnuð sprengjuflugvél gerði árás í Pakistan

Pakistönsk yfirvöld segja að ómönnuð sprengjuvél Bandaríkjahers hafi banað 20 íslömskum hryðjuverkamönnum í árás á hérað við afgönsku landamærin. 16 hinna föllnu eru sagðir hafa verið Afganir en hinir pakistanskir.

Erlent

Þrír létust í óeirðum í Birmingham

Óeirðirnar á Englandi héldu áfram í mörgum borgum í nótt. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna í London hafði hins vegar fremur lítið að gera miðað við síðustu nætur. Þrír létust í Birmingham.

Erlent

Á sjöunda hundrað hafa verið handteknir

Nú hafa 685 manns verið handteknir vegna óeirðanna í Lundúnum sem upphófust á laugardagskvöld. Um sextán þúsund lögregluþjónar vakta göturnar í kvöld eins og sagt hefur verið frá. Yfir hundrað lögreglumenn hafa særst í átökum við óeirðarseggi, enda svífast þeir einskis og henda öllu sem hendi er á festandi í lögregluþjónana. Í kvöld var múrsteinum hent í lögreglumenn.

Erlent

Fá að taka egg úr látinni dóttur sinni

Dómstóll í Ísrael hefur fallist á beiðni foreldra sautján ára gamallar stúlku þess efnis að egg verði tekin úr henni og þau fryst, en stúlkan lést í umferðarslysi á dögunum.

Erlent

Íslensk kona komst ekki út til að kaupa bleyjur

"Við höfum ekki farið neitt út. Ég á tveggja ára gamlan son og við höfum bara verið að læsa okkur af," segir Anna Margrét Vignisdóttir, ung íslensk kona sem starfar sem fangavörður í Lundúnum. Hún segir að nú í kvöld beri mest á óeirðum í Manchester en í gær hafi verið töluverður órói og eyðilegging í Croydon, hverfinu sem hún sjálf býr í ásamt tveggja ára gömlum syni sínum. Hún segir að það hafi verið gríðarlegir eldar í verslunargötum um 300 metrum frá íbúð hennar.

Erlent

Sextán þúsund lögreglumenn á vakt í nótt - átök hafin í Manchester

Um 16 þúsund lögreglumenn verða á vakt í London í kvöld vegna þeirra miklu óeirða sem hafa verið síðan um síðustu helgi. Sexþúsund lögreglumenn voru á vakt í gær og í nótt og dugði það ekki til. Lögreglumenn á eftirlaunum hafa verið kallaðir til aðstoðar, að því er Sky fréttastofan greinir frá. Lögreglumenn í sumarleyfum hafa verið kallaðir í vinnuna.

Erlent

Forseti Tékklands gagnrýnir fyrstu Gay Pride gönguna þar í landi

„Ég finn ekki til stolts vegna þessa viðburðar“ segir Václac Klaus, forseti Tékklands, í yfirlýsingu á vefsíðu sinni um fyrstu Gay Pride gönguna sem haldin verður í höfuðborginni Prag á morgun. „Það er eitt að þola eitthvað, en það er allt annað að gefa því opinberan stuðning í nafni mikilvægrar stofnunar.“

Erlent

Víkingabátur fórst við Hjaltlandseyjar

Sjö manns var bjargað þegar rúmlega fjörutíu feta norskur víkingabátur fórst á leiðinni til Hjaltlandseyja í gær. Báturinn er rársigldur og byggingarlagið frá tólftu öld. Báturinn heitir Drekavængur og undanafarin ár hefur hann verið notaður til að sigla með hópa við strendur Noregs.

Erlent

Maður skotinn til bana í Lundúnum

Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld.

Erlent

Nafnlaus hetja húðskammar óeirðaseggi

Myndband þar sem miðaldra kona frá Vestur Indíum húðskammar óeirðaseggi í Hackney-hverfinu í London hefur farið eins og eldur um sinu í netheimum. Sá sem náði ræðu hennar á myndband fyrir tilviljun, Matthew Moore, segir að þessi hugrakka kona hafi horfið áður en hann náði nafninu hennar. Þeir sem hafa horft á ræðuna segja hana hafa komið í orð nákvæmlega það sem þeir eru að hugsa og hafa sumir gengið svo langt að segja að þessi nafnlausa hetja eigi að verða næsti forsætisráðherra. Meðal þess sem konan hrópar að skemmdarvörgum og ofbeldismönnum er að þeir séu sannarlega ekki að berjast fyrir neinn málstað heldur einfaldlega að brenna skóbúðir. Myndbandið er hér meðfylgjandi.

Erlent

Liðsauki lögreglu streymir til Lundúna

David Cameron forsætisráðherra Bretlands hélt fund með COBRA nefndinni svokölluðu í morgun en hún er annars sjaldnast kölluð saman nema á stríðstímum þegar þjóðaröryggi er ógnað. Og forsætisráðherrann talaði tæpitungulaust við fréttamenn á eftir.

Erlent

Rændu dreng sem slasaðist í óeirðunum

Ógnvænlegar myndir og myndbönd frá óeirðunum á Englandi hafa vakið óhug um allan heim. Ekkert lát virðist vera á óöldinni og meðfylgjandi myndband sýnir ungan dreng lenda illilega í nokkrum hrottum sem fara um göturnar rænandi og ruplandi.

Erlent

Vill skaðabætur frá unnustunni sem yfirgaf hann

Maður einn í Malasíu hefur farið í mál við unnustu sína fyrrverandi og vill fá rúmar 45 milljónir króna frá henni í skaðabætur. Konan yfirgaf hann nefnilega, aðeins sex tímum fyrir fyrirhugað brúðkaup hjónaleysanna.

Erlent

Gafst upp á Kúbusundinu

Hin 61 árs gamla Diana Nyad, sem ætlaði sér að synda frá Kúbu til Flórída þurfti að gefast upp í nótt þegar hún var hálfnuð með sundið en þá hafði hún verið í sjónum í 29 klukkutíma. Hún var orðin sjóveik og þurfti því að hætta. Hefði henni tekist ætlunarverk sitt hefði hún verið fyrsta allra til þess að synda þessa leið án þess að notast við hákarlabúr, en hákarlar eru mjög algengir á þessum slóðum. Nyad hafði áður reynt við sama afrek árið 1978 en þá þurfti hún einnig frá að hverfa.

Erlent

Spennuþrungið andrúmsloft

Ástandið í borginni utan átakasvæðanna einkennist af spennu, segir Lundúnabúinn Ásgeir Helgi Þrastarson í samtali við Fréttablaðið. Ásgeir býr með kærustu sinni á stúdentagarði skammt suður af Tottenham og segir ófremdarástand ríkja í hverfunum allt um kring.

Erlent

Pyntingarbúðir setja strik í reikning ESB

Hugmyndir Evrópusambandsins (ESB) um að heimila innflutning á demöntum frá Simbabve, með skilyrðum, gætu verið í uppnámi eftir að upplýst var um pyntingarbúðir á demantaekrum landsins.

Erlent