Erlent

Berlusconi gefur út hljómplötu

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. mynd/AFP
Nú styttist í að Silvio Berlusconi gefi út sína nýjustu hljómplötu. Berlusconi, sem nýlega yfirgaf embætti forsætisráðherra Ítalíu, samdi lögin sjálfur með hjálp frá góðkunningja sínum. Á plötunni má finna mörg af ástarljóðum Berlusconis.

Berlusoni hefur unnið að plötunni í tvö ár. Hún ber heitið Sönn ást.

Á plötunni má finna 11 ástarsöngva sem sungnir eru af Mariano Apicalla en hann hefur áður unnið með Berlusconi.

Í viðtali við The Daily Telegraph sagði Apicalla að lögin fjölluðu meðal annars um óendurgoldna ást.

Berlusconi er þekktur fyrir ástríður sínar og eru matarboð hans víðfræg. Dansmeyjar og sýningarstúlkur hafa áður lýst því hvernig Berlusconi heillaði þær í matarboðunum með ljóðum sínum og söng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×