Erlent

Kaupa gull í gríð og erg

Seðlabankar víða um heim hafa keypt hundruð tonna. nordicphotos/AFP
Seðlabankar víða um heim hafa keypt hundruð tonna. nordicphotos/AFP
Seðlabankar víða um heim hafa keypt gull í stórum skömmtum undanfarið. Á þriðja fjórðungi ársins keyptu þeir samtals nærri 150 tonn af gulli, sem er mesta magn sem þeir hafa keypt áratugum saman.

Seðlabankar keyptu reyndar lítið sem ekkert af gulli frá árinu 1988 þar til á síðasta ári, þegar kreppan hafði dregið verulega úr tiltrú manna á gjaldmiðlum flestra ríkja heims.

Talið er að heildargullkaup seðlabankanna verði 400 til 500 tonn á þessu ári.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×