Erlent

Með Twilight húðflúr á bakinu

Cathy er afar ánægð með húðflúrin.
Cathy er afar ánægð með húðflúrin. mynd/Will Caddy
Cathy með Twilight mynddiskana sína.mynd/Will Caddy
Twilight aðdáandi gekk skrefinu lengra en aðrir og lét húðflúra persónur bókanna á bakið á sér.

Cathy Ward mætti í flegnum kjól á frumsýningu nýjustu Twilight kvikmyndarinnar í gær. Margt var um manninn þegar leikarar myndarinnar heilsuðu aðdáendum sínum. Cathy mikið hrós fyrir húðflúrin.

Cathy, sem vinnur í stórmarkaði í Berkshire, hefur eytt rúmlega 700.000 þúsund krónum í húðflúrin og tók ferlið alls 46 klukkustundir.

Robert Pattinson, aðalleikari myndarinnar, gaf Cathy eiginhandaráritun á handlegg hennar - hún ætlar nú að láta húðflúra útlínur áritunarinnar.

Fyrir nokkrum árum fékk Cathy vægt heilablóðfall og þjáðist af kvíða í kjölfarið. Hún segir að kvíðinn hafi horfið eftir að hún fékk sér húðflúrin.

Cathy er 50 ára gömul og sagði áhuga sinn á Twilight hafa byrjað þegar hún ákvað að léttast um nokkur kíló. Hún sagði að sá tími sem hefði farið í drykkju og annað hefði allt eins getað verið notaður í lestur á Twilight bókunum.

Nú hefur Cathy útbúið æfingarherbergi í íbúð sinni og skreytt veggina með myndum af sögupersónum Twilight. Hún sagðist hlusta á tónlist úr myndunum þegar hún æfi sig.

Cathy dreymir um að þekja líkama sinn með Twiligt húðflúrum. Næst ætlar hún að flúra mynd af hinum dularfulla Edward á maga sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×