Erlent

Bin Laden var tilfinningaríkur einstaklingur

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden mynd/AFP
Arftaki hryðuverkamannsins Osama Bin Laden segir forvera sinn hafa verið viðkvæmann og tilfinningaríkann einstakling.

Ayman al-Zawahiri tók við stjórn hryðjuverkasamtakanna al Qaeda eftir að Bin Laden var felldur af sérsveit bandaríska sjóhersins í maí á þessu ári.

Í nýlegu myndbandi fer al-Zawahiri fögrum orðum um Bin Laden. Hann lýsir honum sem göfuglyndum og fáguðum.

Hann sagði að fæstir hefðu kynnst hinum sanna Bin Laden. Þeir sem störfuðu við hlið hans hefðu aftur á móti séð hinn raunverulega Bin Laden. Al-Zawahiri sagði einnig að Bin Laden hafi verið afar tilfinningaríkur og að hann hafi oft á tíðum brostið í grát. En aðspurður sagðist Bin Laden vera stoltur af tárunum - þau væru blessun.

Bin Laden stóð að baki fjölda hryðjuverkaárása. Einna helst bar hann ábyrgð á árásunum á Tvíburaturnanna í New York árið 2001. Tæplega 3.000 manns létust í árásinni.

Al-Zawahiri er nú efstur á lista yfir eftirlýsta hryðuverjuverkamenn í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×