Erlent

Hriktir í stoðum kenningar Albert Einstein

Stóri sterkeindahraðallinn er stærsta og dýrasta vísindatilraun sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd.
Stóri sterkeindahraðallinn er stærsta og dýrasta vísindatilraun sem nokkurn tíma hefur verið framkvæmd. mynd/CERN
Franskir og ítalskir eðlisfræðingar birtu í dag niðurstöður rannsóknar sem hófst þegar vísindamenn við Stóra sterkeindahraðalinn uppgötvuðu fiseindir sem ferðuðust hraðar en ljós.

Eftir að vísindamennirnir tóku eftir fyrirbærinu fyrr á árinu sögðu margir að mælingartæki hraðalsins væru í ólagi.

Samkvæmt afstæðiskenningu Albert Einsteins ferðast ekkert í alheiminum hraðar en ljósið.

Eðlisfræðingum hjá Stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) var því brugðið í september á þessu ári þegar þeir mældu fiseindir (e. neutrino) ferðast 60 nanósekúndum hraðar en lögmál ljósahraðans gerir ráð fyrir.

Eðlisfræðingarnir hafa nú hrakið ein helstu mótrök vísindasamfélagsins og sýnt fram á að mælingarnar hafi í raun verið réttar. Þeir segja þó að ómögulegt sé fyrir þá að færa sönnur á fyrirbærið - utanaðkomandi vísindamenn verði að sjá um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×