Erlent

Curiosity mun rannsaka Mars næstu tvö ár

Curiosity í verki. Rannsóknarstöðin er á stærð við fólksbíl.
Curiosity í verki. Rannsóknarstöðin er á stærð við fólksbíl. mynd/NASA/JPL-Caltech
Í næstu viku mun NASA skjóta hreyfanlegu rannsóknarstöðinni Curiosity á loft. Markmið verkefnisins er að framkvæma nákvæmari rannsóknir á yfirborði Mars.

Það mun taka Curiosity tæpa níu mánuði að ferðast til Rauðu plánetunnar. Curiosity mun eyða næstu tveimur árum í að ferðast um plánetuna og rannsaka jarðveg hennar.

Talsmenn Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, segja rannsóknarstöðina vera þá tæknivæddustu sem nokkurn tíma hafi verið skotið á loft.

Rafhlaða Curiosity er knúinn af plútóni og mun því endast mun lengur en sólarorkurafgeymar forvera sinna, Opportunity og Spirit. Auk þess býr Curiosity yfir mun þróaðri rannsóknartækjum.

Curiosity er á sex hjólum og hefur auðvelt með að komast yfir hindranir. Alls getur rannsóknarstöðin ferðast um 180 metra á dag.

Hægt er að sjá túlkun listamanns á för Curiosity hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×