Erlent

Svisslendingar mega sekta nakta göngumenn í Ölpunum

Hæstiréttur Sviss hefur kveðið upp þann úrskurð að sveitarstjórnum landsins sé heimilt að sekta fólk sem gengur um nakið í Ölpunum.

Áður hafði einn af héraðsdómum landsins vísað frá máli manns sem kærði sekt sem hann fékk eftir að hann gekk nakinn fram hjá fjölskyldu í skógarferð í Appenzell kantónunni.

Engin lög eru til í Sviss gegn nekt á almannafæri en til eru lög um velsæmi á opinberum vettvangi. Þau lög notaði Appenzell kantónan til að sekta hinn nakta. Appenzell er í hópi íhaldssömustu kantóna í Sviss. Til að mynda fengu konur ekki kosningarétt þar fyrr en árið 1990




Fleiri fréttir

Sjá meira


×