Erlent

Apar ráðast á sauðdrukkinn vélvirkja

Myndir náðust af árásinni.
Myndir náðust af árásinni. mynd/GOBOTV
Brasilískur maður hoppaði yfir grindverk í dýragarði. Hann vildi leika við apana. Þeir réðust á hann og bitu ítrekað.

Dýravinurinn Joao Leite dos Santos sagði fréttastöðinni Globo TV að hann hefði viljað heilsa öpunum. Hann klifraði yfir grindverkið við búr þeirra og synti yfir díki sem umlykur athvarfið. Aparnir voru ekki par ánægðir með hvíta apann og réðust á hann.

Fréttamaður Globo TV spurði Santos hvers vegna hann hefði klifrað yfir grindverkið. Santos sagðist hafa verið á sneplunum.

Bit apanna voru nokkuð slæm. Santos var fluttur á spítala og var búið um sár hans. Hann mun ná sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×