Erlent

Timberlake fór með liðþjálfa á dansleik

Kelsey Den Santis ásamt Justin Timberlake.
Kelsey Den Santis ásamt Justin Timberlake. mynd/AFP
Þau Timberlake og De Santis skemmtu sér konunglega á dansleiknum.mynd/AFP
Söngvarinn og frumkvöðullinn Justin Timberlake stóð við loforð sitt og fylgdi Kelsey De Santis, liðþjálfa í bandaríska hernum, á dansleik í gær.

Á vefsíðu sinni segir Timberlake að kvöldið hafi verið eitt það stórfenglegasta sem hann hafi upplifað. Dansleikurinn var haldinn fyrir herfylki De Santis.

De Santis bauð Timerlake á ballið í gegnum vefsíðuna YouTube fyrr á árinu.

Timerlake lýsir kvöldinu sem ótrúlegri reynslu. Hann hafi kynnst hermönnum sem hafi verið reiðubúnir að fórna öllu fyrir fósturjörðina. Timberlake segir hermennina vera til fyrirmyndar fyrir alla Bandaríkjamenn.

Samkvæmt Timberlake spjölluðu hann og De Santis lengi um þjálfun hennar í blönduðum bardagaíþróttum.

Timberlake lýkur frásögn sinni með því að kalla De Santis hetju og þakkar henni kærlega fyrir yndislegt kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×