Erlent

Yfir 300 handteknir í Hertökum Wall Street mótmælum

Lögreglan í New York handtók að minnsta kosti 300 manns í fjölmennum mótmælum Hertökum Wall Street hreyfingarinnar í gærkvöldi.

Þúsundir manna fóru í kröfugöngu yfir Brooklyn brúnna og niður á Foley torg á Manhattan. Svipaðar göngur voru farnar í öðrum stórborgum vestanhafs.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að varnargirðingar lögreglunnar á Manhattan hafi brostið og til átaka komið milli hennar og mótmælendanna. Töluverður fjöldi manns slasaðist í þessum átökum. Fram kemur að engin truflun hafi orðið á viðskiptunum á Wall Street.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×