Erlent

Neydd til að baða nakin í hópi hermanna

Norska varnarmálaráðuneytið kannar nú mál sem kom upp á þriggja daga herhæfingu í september síðastliðnum.

Á æfingunni voru 30 hermenn auk fjögurra liðsforingja en í hópnum var ein 23 ára gömul kona Alice Asplund að nafni. Einn liðsforingjanna skipaði Alice að fara úr öllum fötunum ásamt hinum hermönnunum og síðan baða sig í stöðuvatni fyrir utan Bodö í norðurhluta Noregs.

Alice maldaði í móinn en ákvað svo að fara að skipun liðsforingjans með tárin í augunum eins og hún segir í viðtölum við norska fjölmiðla.

Málið hefur vakið mikla reiði meðal jafnréttissinna og stjórnmálamanna í Noregi en varnarmálaráðherra landsins hefur beðið konuna afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×