Erlent

Hjúkrunarfræðingur kærður fyrir að kveikja í elliheimili

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
íkveikjan átti sér stað í Sidney.
íkveikjan átti sér stað í Sidney.
Hjúkrunarfræðingur í Ástralíu hefur verið kærður fyrir fjögur morð eftir eldsvoða á öldrunarheimili í gær. Yfir þrjátíu eru alvarlega slasaðir eftir brunann.

Eldurinn kom upp á öldunarheimili í norðvestur hluta Sidney í gær. Þrír létust í eldsvoðanum eftir að hafa lokast inni á bak við eldvarnarhurð. Tveir létust nokkrum klukkustundum síðar og voru þrjátíu færðir á sjúkrahús þar af tíu í lífshættu.

Hundruð slökkviliðs- og lögreglumanna börðust við eldinn og þurftu þeir að skríða milli herbergja og leita að fólki.

Lögregla taldi eldsupptök grunsamleg þar sem eldurinn braust út samtímis í tveimur álmum hjúkrunarheimilisins. Í kjölfarið var 35 ára hjúkrunarfræðingur, Roger Dean handtekinn, grunaður um íkveikju og kærður fyrir morð á fjórum sem létust en sá fimmti lést eftir að ákæran var gefin út.

Forsætisráðherra Ástralíu Julia Gillard vottaði aðstandendum fórnarlambanna samúð sína og sagði þetta myrkan dag fyrir margar ástralskar fjölskyldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×