Erlent

Fundu enn ein göngin milli Mexíkó og Bandaríkjanna

Lögreglan í Kaliforníu hefur fundið enn ein smyglgöngin milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Göngin voru 370 metra löng og lágu á milli Tijuana í Mexíkó og Otay Mesa í Kaliforníu.

Samhliða því að finna göngin lagði lögreglan hald á um 14 tonn af marijúana sem fundust í göngunum og nærliggjandi vöruhúsi.

Það sem af er þessu ári hefur lögreglan fundið 30 göng svipuð þessum sem fíkniefnasmyglarar höfðu grafið undir landamærum ríkjanna. Fyrir utan fíkniefni hafa þessi göng einnig verið notuð til að smygla ólöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×