Erlent

Óheppinn smiður ræktar sinn eigin fingur

Aðgerðin heppnaðist vel og Yongjun mun líklega ná fullum bata.
Aðgerðin heppnaðist vel og Yongjun mun líklega ná fullum bata. mynd/ORANGE
Kínverski húsgagnasmiðurinn Wang Yongjun varð fyrir því óláni að skera framan af fingri sínum. Læknar ákváðu að sauma stubbinn við magann á Yongjun og vona hið besta.

Eftir að Yongjun tókst að saga af sér fingurinn með rafmagnssög töldu læknar að smiðurinn gæti kvatt fingurinn. Sögin hafði rifið allt hold af puttanum og aðeins beinið var eftir. En einn forvitinn læknir ákvað að bjarga fingrinum.

Með því að sauma fingurinn við maga Yongjun vonast læknar til að fingurinn vaxi aftur. Fingurinn verður aldrei samur en Yongjun mun þó sitja eftir með eðlilega lengd á puttanum.

Aðgerðin heppnaðist vel og vonast læknar til að Yongjun muni rækta sinn eigin fingur á nokkrum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×