Erlent

Gert að greiða fyrir eldsneytið

Flugfélagið vildi viðbótargreiðslur. nordicphotos/AFP
Flugfélagið vildi viðbótargreiðslur. nordicphotos/AFP
Farþegar austurríska flugfélagsins Comtel, sem biðu á flugvelli í Amritsar á Indlandi eftir fari til Bretlands, urðu harla undrandi þegar starfsfólk flugfélagsins krafðist þess að þeir reiddu fram fé svo hægt væri að kaupa eldsneyti til flugsins. Annars væri ekki hægt að fljúga.

Fyrr í vikunni fengu farþegar sama flugfélags, sem millilent höfðu í Austurríki eftir flug frá Indlandi, sams konar beiðni. Ekki væri hægt að fljúga áfram til Bretlands nema farþegarnir greiddu aukalega svo hægt væri að kaupa meira eldsneyti á vélina. „Ef þið viljið komast til Birmingham verðið þið að borga,“ sagði starfsmaður flugfélagsins þá.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×