Erlent

Sakaður um morðtilræði á hendur Bandaríkjaforseta

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez
Oscar Ramiro Ortega-Hernandez mynd/AFP
Maður sem handtekinn var í tengslum við skotárás á Hvíta húsið í Washington hefur verið ákærður fyrir morðtilræði á hendur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez var handtekinn á miðvikudaginn í Pennsylvaníu-fylki. Hótelstarfsmaður bar kennsl á Hernandez eftir að handtökuskipun var gefin út.

Á föstudaginn síðastliðinn sást til svartklædds manns fyrir utan Hvíta húsið. Talið er að hann hafi skotið að forsetabústaðnum úr hríðskotabyssu. Ein kúla lenti í styrktum glugga í vistarverum forsetafjölskyldunnar.

Hernandez var leiddur fyrir dómara í dag og sagðist hann skilja sakargiftirnar. Hann verður fluttur til Washington en réttarhöldin munu fara þar fram.

Hernandez á yfir höfði sér lífstíðar fangelsi verði hann fundinn sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×