Erlent Jacques Chirac fær tveggja ára dóm Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir fjárdrátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsuveill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafnframt borgarstjóri í París. Erlent 16.12.2011 01:00 Helmingur árása innan sambands Fimmtungur bandarískra kvenna hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku sóttvarnastofnunarinnar CDC. Helmingur árásanna átti sér stað meðal sambúðarfólks eða kærustupara. Erlent 16.12.2011 00:30 Áttu að beita öllum ráðum Liðhlaupar úr sýrlenska hernum skýra frá því að yfirmenn þeirra hafi gefið þeim skipanir um að brjóta öll mótmæli á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Þeir segjast hafa skilið þetta sem svo að þeim væri frjálst að skjóta og drepa að vild til þess að stöðva mótmælin gegn Basher al-Assad forseta og öðrum stjórnvöldum. Erlent 16.12.2011 00:00 Þunguð unglingsstúlka borgaði fyrir líkamsárás Unglingsstúlka í Utah í Bandaríkjunum sem sökuð var um að hafa reynt að valda eigin fósturláti verður dregin fyrir rétt á ný eftir að hæstiréttur hnekkti fyrri úrskurði héraðsdómstóls um að málinu yrði vísað frá. Erlent 15.12.2011 23:00 Þóttist vera nemandi: "Ég var einmana" Abe Liu leit út fyrir að vera fullkomlega eðlilegur nemandi við Harvard-háskólann. Hann bjó á heimavistinni og fór í partí með samnemendum sínum. Hann fór meir að segja í tíma. Erlent 15.12.2011 22:30 Bað morðingja sína um að biðja með sér Réttarhöld eru hafin yfir tvítugum karlmanni í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að hafa rænt og myrt Eve Carson. Kunningi hins grunaða vitnaði gegn honum í gær og gerði grein fyrir óhugnanlegum aðdraganda morðsins. Erlent 15.12.2011 22:00 Læknar framkvæmdu byltingarkennda aðgerð Vísindaskáldskapur eða framfarir í læknavísindum? Erlent 15.12.2011 21:30 Svefndrukkinn kópur braust inn á heimili Brotist var inn á heimili Annette Swoffer í Welcome Bay í Nýja Sjálandi fyrir stuttu. Það reyndist þó óþarfi að hringja á lögregluna því glæpamaðurinn skreið í makindum sínum upp í sófa og blundaði í stutta stund. Glæpamaðurinn reyndist vera kópurinn Lucky. Erlent 15.12.2011 21:00 Golden Globe tilnefningar kynntar Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í Bandaríkjunum voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin The Artist var í miklu uppáhaldi hjá dómnefndinni. Að vanda fékk George Clooney nokkrar tilnefningar. Erlent 15.12.2011 17:11 Banksy afhjúpar nýtt verk Nýtt verk eftir götulistamanninn Banksy er nú til sýnis í gallerýi í Liverpool. Verkið er brjóstmynd af óþekktum kardinála. Andlit hans hefur verið afmáð og í staðinn eru auðar skífur í mismunandi litum. Erlent 15.12.2011 13:39 Kínverjar sjósetja flugmóðurskip Bandarískt fjarskiptafyrirtæki hefur náð myndum af fyrsta flugmóðurskipi Kínverja. Skipið nefnist Varyag og hefur smíði þess staðið yfir í áraraðir. Erlent 15.12.2011 12:35 Níræður nasisti hefur afplánun Níræður maður í Hollandi hefur nú hafið afplánun eftir að hann hlaut lífstíðardóm. Dómurinn var kveðinn upp í fyrra en maðurinn var fundinn sekur um að hafa að myrt þrjár manneskjur í Hollandi árið 1944 þegar hann var meðlimur SS-hersveitar nasista. Erlent 15.12.2011 11:40 NASA þróar geim-skutulbyssu Verkfræðingar hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa þróað skutulbyssu sem verður notuð til að taka sýni úr halastjörnum. Tilraunir hafa verið framkvæmdar á frumgerð byssunnar og hefur verkfræðingum tekist að skjóta endastykkinu tæpa tvo kílómetra. Erlent 15.12.2011 11:14 Pútín bregst við niðurstöðu þingkosninga Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir niðurstöðu þingkosninganna fyrr í mánuðinum vera vonbrigði. Flokkur hans tapaði fylgi en heldur þó um stjórnartaumana í landinu. Pútín sagði vangaveltur um víðtækt kosningasvindl vera án rökstuðnings en viðurkenndi þó rétt Rússa til að mótmæla framkvæmd kosninganna. Erlent 15.12.2011 10:45 Chirac fundinn sekur Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið fundinn sekur um fjárdrátt og að hafa misnotað traust almennings. Erlent 15.12.2011 10:00 Námsmenn í Bretlandi örvæntingarfullir Félagsráðgjafar og leiðtogar stúdenta í Bretlanda segja að sífellt fleiri námsmenn stundi vændi til að fjármagna nám sitt. Ástæðan fyrir þessu er rakin til efnahagskreppunnar og aðgerða yfirvalda til að stemma stigum við henni. Erlent 15.12.2011 09:41 Fimmta hver kona fórnarlamb nauðgunar í Bandaríkjunum Nær fimmtu hverri konu í Bandaríkjunum hefur verið nauðgað einhvern tímann á ævinni og fjórðungur þeirra hefur orðið fyrir alvarlegri líkamsárás. Erlent 15.12.2011 08:00 Um 100 hvalir innilokaðir af hafís í Beringshafi Hafís hefur lokað um 100 hvali af í Beringshafi og þeirra bíður ekkert annað en hungurdauðinn nema ísbrjótur fáist til að brjóta þeim leið út úr prísundinni. Erlent 15.12.2011 07:00 Írakstríðinu formlega lokið Stríði Bandaríkjanna í Írak er formlega lokið, níu árum eftir að það hófst. Búið er að flytja nær alla af þeim síðustu 5.500 hermönnum sem eftir voru í Írak heim til Bandaríkjanna. Erlent 15.12.2011 07:00 Eitraður landi drepur yfir 100 manns á Indlandi Yfir hundrað manns hafa látist eftir að hafa drukkið eitraðan landa í Bengal héraðinu á Indlandi. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Erlent 15.12.2011 07:00 Lestarsamgöngur lamaðar í Danmörku Lestarsamgöngur í Danmörku eru lamaðar í dag vegna verkfalls starfsmanna á verkstæðum DSB eða dönsku ríkisjárnbrautanna. Erlent 15.12.2011 07:00 Dauðadæmt ský nálgast svarthol Stjörnufræðingar hafa gert merkilega uppgötvun þar sem risastjörnukíkir evrópsku Geimvísindastofnunarinnar (ESO) hefur varpað ljósi á stórt gasský sem er nokkru massameira en jörðin, og nálgast óðfluga risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar. Erlent 15.12.2011 05:30 Tína rusl og flokka Ruslatínsla er eitt af því sem fátækt fólk á Indlandi notar til að afla sér tekna. Stór hluti ruslatínslufólksins er á barnsaldri þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að draga úr barnavinnu með því til dæmis að leiða skólaskyldu í lög og samþykkja ýmsar áætlanir um útrýmingu fátæktar. Erlent 15.12.2011 01:00 Svik nema hundruðum milljarða Rúmlega þrjú prósent Dana svíkja bætur úr velferðarkerfinu á hverju ári, samkvæmt nýrri rannsókn sem fyrirtækið KMD Analyse gerði. Erlent 15.12.2011 00:30 Drap ræstingakonuna fyrst Fjöldi fólks lagði leið sína á torgið Place Saint-Lambert í belgísku borginni Liege í gær, margir með blóm til að minnast þeirra sem létust í árásinni á þriðjudag. Erlent 15.12.2011 00:00 Eplum rigndi í Coventry Ökumönnum í smábænum Keresley í Coventry brá í brún þegar eplum tók að rigna af himnum ofan. Erlent 14.12.2011 23:30 Pönkurum skipað að þvo sér og frelsast Lögreglumenn í Aceh-héraði í Indónesíu handtóku 65 pönk-aðdáendur á laugardaginn. Hár þeirra vara rakað og stálpinnar fjarlægðir. Þeim var síðan fleygt í heilaga á þar sem syndir þeirra voru afmáðar. Erlent 14.12.2011 23:00 Sjálfumgleði hjá körlum er jákvæður kostur Karlmenn sem mislesa áhuga kvenna og halda að þeir séu myndarlegri en raun ber vitni eru líklegri til að tryggja framtíð mannkyns en aðrir. Erlent 14.12.2011 22:30 Vilja vændiskonurnar aftur - munu frekar svelta Fangar í Kirgisistan fóru í hungurverkfalli eftir að heimsóknir vændiskvenna í fangelsi þar í landi voru bannaðar. Erlent 14.12.2011 22:00 Albie þarf nýjan gervifót Eigandi kiðlingsins Albie berst nú fyrir því að geitin litla fái nýjan gervifót. Albie hefur vaxið ört á síðustu misserum og hefur lítil not fyrir gervifótinn sem var upphaflega var sniðinn á hann. Eigandinn er í hentugri stöðu til að berjast fyrir málstað Albie því hún sjálf notar gervifót. Erlent 14.12.2011 21:30 « ‹ ›
Jacques Chirac fær tveggja ára dóm Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, hlaut í gær tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir fjárdrátt til að fjármagna starfsemi stjórnmálaflokks hans, PRP. Chirac, sem er 79 ára og heilsuveill, var formaður flokksins frá 1977 til 1995, en þá var hann jafnframt borgarstjóri í París. Erlent 16.12.2011 01:00
Helmingur árása innan sambands Fimmtungur bandarískra kvenna hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn bandarísku sóttvarnastofnunarinnar CDC. Helmingur árásanna átti sér stað meðal sambúðarfólks eða kærustupara. Erlent 16.12.2011 00:30
Áttu að beita öllum ráðum Liðhlaupar úr sýrlenska hernum skýra frá því að yfirmenn þeirra hafi gefið þeim skipanir um að brjóta öll mótmæli á bak aftur með öllum tiltækum ráðum. Þeir segjast hafa skilið þetta sem svo að þeim væri frjálst að skjóta og drepa að vild til þess að stöðva mótmælin gegn Basher al-Assad forseta og öðrum stjórnvöldum. Erlent 16.12.2011 00:00
Þunguð unglingsstúlka borgaði fyrir líkamsárás Unglingsstúlka í Utah í Bandaríkjunum sem sökuð var um að hafa reynt að valda eigin fósturláti verður dregin fyrir rétt á ný eftir að hæstiréttur hnekkti fyrri úrskurði héraðsdómstóls um að málinu yrði vísað frá. Erlent 15.12.2011 23:00
Þóttist vera nemandi: "Ég var einmana" Abe Liu leit út fyrir að vera fullkomlega eðlilegur nemandi við Harvard-háskólann. Hann bjó á heimavistinni og fór í partí með samnemendum sínum. Hann fór meir að segja í tíma. Erlent 15.12.2011 22:30
Bað morðingja sína um að biðja með sér Réttarhöld eru hafin yfir tvítugum karlmanni í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að hafa rænt og myrt Eve Carson. Kunningi hins grunaða vitnaði gegn honum í gær og gerði grein fyrir óhugnanlegum aðdraganda morðsins. Erlent 15.12.2011 22:00
Læknar framkvæmdu byltingarkennda aðgerð Vísindaskáldskapur eða framfarir í læknavísindum? Erlent 15.12.2011 21:30
Svefndrukkinn kópur braust inn á heimili Brotist var inn á heimili Annette Swoffer í Welcome Bay í Nýja Sjálandi fyrir stuttu. Það reyndist þó óþarfi að hringja á lögregluna því glæpamaðurinn skreið í makindum sínum upp í sófa og blundaði í stutta stund. Glæpamaðurinn reyndist vera kópurinn Lucky. Erlent 15.12.2011 21:00
Golden Globe tilnefningar kynntar Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í Bandaríkjunum voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin The Artist var í miklu uppáhaldi hjá dómnefndinni. Að vanda fékk George Clooney nokkrar tilnefningar. Erlent 15.12.2011 17:11
Banksy afhjúpar nýtt verk Nýtt verk eftir götulistamanninn Banksy er nú til sýnis í gallerýi í Liverpool. Verkið er brjóstmynd af óþekktum kardinála. Andlit hans hefur verið afmáð og í staðinn eru auðar skífur í mismunandi litum. Erlent 15.12.2011 13:39
Kínverjar sjósetja flugmóðurskip Bandarískt fjarskiptafyrirtæki hefur náð myndum af fyrsta flugmóðurskipi Kínverja. Skipið nefnist Varyag og hefur smíði þess staðið yfir í áraraðir. Erlent 15.12.2011 12:35
Níræður nasisti hefur afplánun Níræður maður í Hollandi hefur nú hafið afplánun eftir að hann hlaut lífstíðardóm. Dómurinn var kveðinn upp í fyrra en maðurinn var fundinn sekur um að hafa að myrt þrjár manneskjur í Hollandi árið 1944 þegar hann var meðlimur SS-hersveitar nasista. Erlent 15.12.2011 11:40
NASA þróar geim-skutulbyssu Verkfræðingar hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa þróað skutulbyssu sem verður notuð til að taka sýni úr halastjörnum. Tilraunir hafa verið framkvæmdar á frumgerð byssunnar og hefur verkfræðingum tekist að skjóta endastykkinu tæpa tvo kílómetra. Erlent 15.12.2011 11:14
Pútín bregst við niðurstöðu þingkosninga Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir niðurstöðu þingkosninganna fyrr í mánuðinum vera vonbrigði. Flokkur hans tapaði fylgi en heldur þó um stjórnartaumana í landinu. Pútín sagði vangaveltur um víðtækt kosningasvindl vera án rökstuðnings en viðurkenndi þó rétt Rússa til að mótmæla framkvæmd kosninganna. Erlent 15.12.2011 10:45
Chirac fundinn sekur Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið fundinn sekur um fjárdrátt og að hafa misnotað traust almennings. Erlent 15.12.2011 10:00
Námsmenn í Bretlandi örvæntingarfullir Félagsráðgjafar og leiðtogar stúdenta í Bretlanda segja að sífellt fleiri námsmenn stundi vændi til að fjármagna nám sitt. Ástæðan fyrir þessu er rakin til efnahagskreppunnar og aðgerða yfirvalda til að stemma stigum við henni. Erlent 15.12.2011 09:41
Fimmta hver kona fórnarlamb nauðgunar í Bandaríkjunum Nær fimmtu hverri konu í Bandaríkjunum hefur verið nauðgað einhvern tímann á ævinni og fjórðungur þeirra hefur orðið fyrir alvarlegri líkamsárás. Erlent 15.12.2011 08:00
Um 100 hvalir innilokaðir af hafís í Beringshafi Hafís hefur lokað um 100 hvali af í Beringshafi og þeirra bíður ekkert annað en hungurdauðinn nema ísbrjótur fáist til að brjóta þeim leið út úr prísundinni. Erlent 15.12.2011 07:00
Írakstríðinu formlega lokið Stríði Bandaríkjanna í Írak er formlega lokið, níu árum eftir að það hófst. Búið er að flytja nær alla af þeim síðustu 5.500 hermönnum sem eftir voru í Írak heim til Bandaríkjanna. Erlent 15.12.2011 07:00
Eitraður landi drepur yfir 100 manns á Indlandi Yfir hundrað manns hafa látist eftir að hafa drukkið eitraðan landa í Bengal héraðinu á Indlandi. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins. Erlent 15.12.2011 07:00
Lestarsamgöngur lamaðar í Danmörku Lestarsamgöngur í Danmörku eru lamaðar í dag vegna verkfalls starfsmanna á verkstæðum DSB eða dönsku ríkisjárnbrautanna. Erlent 15.12.2011 07:00
Dauðadæmt ský nálgast svarthol Stjörnufræðingar hafa gert merkilega uppgötvun þar sem risastjörnukíkir evrópsku Geimvísindastofnunarinnar (ESO) hefur varpað ljósi á stórt gasský sem er nokkru massameira en jörðin, og nálgast óðfluga risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar. Erlent 15.12.2011 05:30
Tína rusl og flokka Ruslatínsla er eitt af því sem fátækt fólk á Indlandi notar til að afla sér tekna. Stór hluti ruslatínslufólksins er á barnsaldri þrátt fyrir að stjórnvöld hafi reynt að draga úr barnavinnu með því til dæmis að leiða skólaskyldu í lög og samþykkja ýmsar áætlanir um útrýmingu fátæktar. Erlent 15.12.2011 01:00
Svik nema hundruðum milljarða Rúmlega þrjú prósent Dana svíkja bætur úr velferðarkerfinu á hverju ári, samkvæmt nýrri rannsókn sem fyrirtækið KMD Analyse gerði. Erlent 15.12.2011 00:30
Drap ræstingakonuna fyrst Fjöldi fólks lagði leið sína á torgið Place Saint-Lambert í belgísku borginni Liege í gær, margir með blóm til að minnast þeirra sem létust í árásinni á þriðjudag. Erlent 15.12.2011 00:00
Eplum rigndi í Coventry Ökumönnum í smábænum Keresley í Coventry brá í brún þegar eplum tók að rigna af himnum ofan. Erlent 14.12.2011 23:30
Pönkurum skipað að þvo sér og frelsast Lögreglumenn í Aceh-héraði í Indónesíu handtóku 65 pönk-aðdáendur á laugardaginn. Hár þeirra vara rakað og stálpinnar fjarlægðir. Þeim var síðan fleygt í heilaga á þar sem syndir þeirra voru afmáðar. Erlent 14.12.2011 23:00
Sjálfumgleði hjá körlum er jákvæður kostur Karlmenn sem mislesa áhuga kvenna og halda að þeir séu myndarlegri en raun ber vitni eru líklegri til að tryggja framtíð mannkyns en aðrir. Erlent 14.12.2011 22:30
Vilja vændiskonurnar aftur - munu frekar svelta Fangar í Kirgisistan fóru í hungurverkfalli eftir að heimsóknir vændiskvenna í fangelsi þar í landi voru bannaðar. Erlent 14.12.2011 22:00
Albie þarf nýjan gervifót Eigandi kiðlingsins Albie berst nú fyrir því að geitin litla fái nýjan gervifót. Albie hefur vaxið ört á síðustu misserum og hefur lítil not fyrir gervifótinn sem var upphaflega var sniðinn á hann. Eigandinn er í hentugri stöðu til að berjast fyrir málstað Albie því hún sjálf notar gervifót. Erlent 14.12.2011 21:30