Erlent

Þunguð unglingsstúlka borgaði fyrir líkamsárás

Aaron Harrison
Aaron Harrison mynd/AP
Unglingsstúlka í Utah í Bandaríkjunum sem sökuð var um að hafa reynt að valda eigin fósturláti verður dregin fyrir rétt á ný eftir að hæstiréttur hnekkti fyrri úrskurði héraðsdómstóls um að málinu yrði vísað frá.

Stúlkan er sökuð um að greitt Aaron Harrison 150 dollara fyrir að ráðast á sig og kýla sig í magann.

Barnsfaðir stúlkunnar hótaði að yfirgefa hana ef hún myndi gangast undir fóstureyðingu. Hún leitaði því til Harrison í von um að unnusti hennar myndi ekki fara frá henni.

Harrison veittist að stúlkunni og kýldi hana ítrekað í magann. Barnið lifði af og var ættleitt stuttu eftir fæðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×