Erlent

Írakstríðinu formlega lokið

Stríði Bandaríkjanna í Írak er formlega lokið, níu árum eftir að það hófst. Búið er að flytja nær alla af þeim síðustu 5.500 hermönnum sem eftir voru í Írak heim til Bandaríkjanna.

Barack Obama bandaríkjaforseti tók á móti einum hópi hermanna frá Írak í Norður Karólínu í gærkvöldi og þakkaði þeim fyrir framlag þeirra í stríðinu. Obama sagði m.a. að þeir gætu borið höfuðið hátt.

Stríð þetta hefur kostað 4.500 bandaríska hermenn lífið og yfir 100.000 Írakar hafa fallið í því. Talið er að kostnaður Bandaríkjanna vegna stríðsrekstursins nemi um 1.000 milljörðum dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×