Erlent

Níræður nasisti hefur afplánun

Maðurinn var meðlimur SS-hersveita nasista.
Maðurinn var meðlimur SS-hersveita nasista. mynd/AFP
Níræður maður í Hollandi hefur nú hafið afplánun eftir að hann hlaut lífstíðardóm. Dómurinn var kveðinn upp í fyrra en maðurinn var fundinn sekur um að hafa að myrt þrjár manneskjur í Hollandi árið 1944 þegar hann var meðlimur SS-hersveitar nasista.

Talsmaður sækjenda sagði að maðurinn hefði verið fluttur í sjúkrabíl frá betrunarheimili sínu til fangelsisins.

Dómstólar í Hollandi komust að því að maðurinn, sem er bundinn við hjólastól, hefði líkamlega burði til að afplána dóm sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×