Erlent

Vilja vændiskonurnar aftur - munu frekar svelta

Það getur verið einmanalegt í fangelsinu.
Það getur verið einmanalegt í fangelsinu. mynd/AFP
Fangar í Kirgisistan fóru í hungurverkfalli eftir að heimsóknir vændiskvenna í fangelsi þar í landi voru bannaðar.

Joldochbek Bouzourmankoulov, talsmaður fanga í Kirgisistan, sagði að hungurverkfall væru nú í gangi í sjö fangelsum.

Hann sagði að mótmælin væru tengd nýjum reglum varðandi heimsóknir fanga. Eftir breytinguna mega aðeins fjölskyldumeðlimir heimsækja fangana.

Áður en breytingin átti sér stað voru gestir annað hvort merktir „fjölskylda" eða „aðrir" - vændiskonurnar notuðu seinni valmöguleikann. Fangarnir krefjast þess að fólk utan fjölskyldu þeirra fái að heimsækja þá - þeir munu frekar svelta en að fá ekki heimsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×